Telur söluna á Mílu jákvæða fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2022 13:36 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Arnar Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu eru í uppnámi, en félagið er ekki reiðubúið að ljúka viðskiptum sínum við Símann, eiganda Mílu, vegna skilyrða Samkeppniseftirlitsins. Forstjóri Símans segir helstu áhyggjur eftirlitsins snúa að viðskiptasambandi Símans og Mílu eftir söluna. Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri. Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri.
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51
SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent