„Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 07:45 Hallbera Jóhannesdóttir og Gísli Gíslason ræddu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Manchester í gær. VÍSIR/VILHELM Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við foreldra Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Elísu Viðarsdóttur í Manchester í gær, á meðan beðið er með óþreyju eftir leik Íslands og Frakklands á EM sem fram fer í Rotherham í kvöld. Hallbera og Gísli, foreldrar Hallberu, hafa verið á meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM og notið þess að fylgjast með spennuleikjunum við Belgíu og Ítalíu, sem báðir enduðu 1-1. „Við fylgjum stelpunum hvert sem er. Þessar landsliðsstelpur, þessi hópur, þetta eru svo klárar og flottar stelpur að það er ekki annað hægt en að fylgja þeim bara út í hið óendanlega,“ sagði Gísli sem er fyrrverandi varaformaður KSÍ. Þau Hallbera og Gísli munu ferðast á leikinn í Rotherham í dag í rútu, með stórum aðstandendahópum félaga Hallberu úr vörninni, þeirra Guðrúnar Arnardóttur og Glódísar Perlu Viggósdóttur „Það verður sungið og trallað. Það er þannig fólk um borð að þetta klikkar ekki,“ sagði Gísli en nýjasta þáttinn af EM í dag má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - 17.júlí Hallberu hefur verið lýst af liðsfélögum sem miklum húmorista og foreldrarnir segja hana alltaf hafa verið mikinn gleðigjafa: „Hún var alveg ógeðslega skemmtilegur krakki. Í minningunni þá var hún aldrei óþekk en svolítið uppátækjasöm, en hún var alltaf skemmtileg,“ sagði Hallbera. Hallbera Guðný Gísladóttir og foreldrar hennar hittust í Manchester í gær.VÍSIR/VILHELM Hallbera yngri verður 36 ára í september en þrátt fyrir að vera ein sú elsta í hópnum hefur hún verið öryggið uppmálað í vörn íslenska liðsins á mótinu. „Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín,“ sagði Gísli léttur. „Hún er alltaf ung í anda og fer vel með sig, og sýnir það á vellinum og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur utan vallar líka,“ bætti hann við áður en talið barst að vatnsblöðruárásum feðginanna heima á Akranesi í gegnum árin. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Svava Kristín einnig við fjölskyldu Elísu Viðarsdóttur sem mætt er í fjórða sinn á Evrópumót. Leikur Íslands og Frakklands á EM hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður ítarlega fjallað um hann hér á Vísi í allan dag. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Hallbera og Gísli, foreldrar Hallberu, hafa verið á meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM og notið þess að fylgjast með spennuleikjunum við Belgíu og Ítalíu, sem báðir enduðu 1-1. „Við fylgjum stelpunum hvert sem er. Þessar landsliðsstelpur, þessi hópur, þetta eru svo klárar og flottar stelpur að það er ekki annað hægt en að fylgja þeim bara út í hið óendanlega,“ sagði Gísli sem er fyrrverandi varaformaður KSÍ. Þau Hallbera og Gísli munu ferðast á leikinn í Rotherham í dag í rútu, með stórum aðstandendahópum félaga Hallberu úr vörninni, þeirra Guðrúnar Arnardóttur og Glódísar Perlu Viggósdóttur „Það verður sungið og trallað. Það er þannig fólk um borð að þetta klikkar ekki,“ sagði Gísli en nýjasta þáttinn af EM í dag má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - 17.júlí Hallberu hefur verið lýst af liðsfélögum sem miklum húmorista og foreldrarnir segja hana alltaf hafa verið mikinn gleðigjafa: „Hún var alveg ógeðslega skemmtilegur krakki. Í minningunni þá var hún aldrei óþekk en svolítið uppátækjasöm, en hún var alltaf skemmtileg,“ sagði Hallbera. Hallbera Guðný Gísladóttir og foreldrar hennar hittust í Manchester í gær.VÍSIR/VILHELM Hallbera yngri verður 36 ára í september en þrátt fyrir að vera ein sú elsta í hópnum hefur hún verið öryggið uppmálað í vörn íslenska liðsins á mótinu. „Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín,“ sagði Gísli léttur. „Hún er alltaf ung í anda og fer vel með sig, og sýnir það á vellinum og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur utan vallar líka,“ bætti hann við áður en talið barst að vatnsblöðruárásum feðginanna heima á Akranesi í gegnum árin. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Svava Kristín einnig við fjölskyldu Elísu Viðarsdóttur sem mætt er í fjórða sinn á Evrópumót. Leikur Íslands og Frakklands á EM hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður ítarlega fjallað um hann hér á Vísi í allan dag.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn