Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 23:52 Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, telur að lúsmýið sé komið til að vera. Vísir Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. „Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“ Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
„Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“
Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira