Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 18:33 Með stuttu millibili hafa þrír einstaklingar skráð sig til heimilis heima hjá Þóri Kjartanssyni, án hans leyfis. Hann kallar eftir breytingum hjá Þjóðskrá. Aðsend Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“ Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“
Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira