Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. júlí 2022 14:31 Frá viðureign Real Madrid og Barcelona á síðasta keppnistímabili. GettyImages Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. Áhugamönnum um fótbolta er enn í fersku minni þegar 12 af stærstu félögum Evrópu tilkynntu í apríl í fyrra að þau ætluðu að stofna Ofurdeild Evrópu í fótbolta. Og að enginn fengi að vera með nema þau. Þetta féll í svo grýttan jarðveg að á innan við tveimur sólarhringum voru fótboltaáhugamenn búnir að jarða hugmyndina. Eða það héldu menn. Vilja enn stofna Ofurdeild Evrópu En það er ekki alveg svo. Þrjú félög hafa ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn, Real Madrid, Barcelona og Juventus. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, brást hart við, og hefur m.a.s. samþykkt sérstök viðurlög gagnvart félögum sem stofna til mótahalds sem er í blóra við sambandið. Lið sem taka þátt í slíkum mótum eiga á hættu að verða útilokuð frá öllum mótum í 3 ár, auk þess sem klúbbarnir verða sektaðir um tugi eða hundruð milljóna króna. Þessi þrjú risalið á Spáni og Ítalíu hafa nú stefnt UEFA og á morgun og þriðjudag tekur Evrópudómstóllinn mál þeirra fyrir. Telja einokun UEFA andstæða lögum Félögin telja að það sé andstætt evrópskum vinnurétti að samband á borð við Knattspyrnusamband Evrópu geti haft einkarétt á mótahaldi í heilli íþróttagrein í heilli heimsálfu. Í engri annarri atvinnugrein í Evrópu sé slík einokun og hefting á atvinnufrelsi heimiluð. Af þessu tilefni skrifuðu níu málsmetandi fræðimenn og prófessorar í lögfræði frá Spáni og Ítalíu opið bréf í spænska blaðið El País fyrir helgi þar sem þeir færa rök fyrir því að Evrópudómstóllinn geti með engu móti fallist á einkarétt UEFA til að standa fyrir og skipuleggja mót í Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins tryggi frjálsa samkeppni, þar af leiðandi hafi UEFA enga heimild til að beita refsiákvæðum af nokkru tagi gagnvart hverjum þeim sem skipuleggja vilji mótahald utan við ramma Evrópska knattspyrnusambandsins. Einokun sé ekki aðeins bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins, hún sé einnig illa séð. Afdrifaríkur úrskurður Úrskurður Evrópudómstólsins kann að verða afdrifaríkur fyrir framtíð mótahalds í Evrópu. Hins vegar stendur þá eftir spurningin: Hversu vænlegt er það til árangurs að stofna til Ofurdeildar í blóra og óþökk alls þorra þeirra sem fylgjast með og borga sig inn á fótboltaleiki? Fótbolti Tengdar fréttir Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01 Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Áhugamönnum um fótbolta er enn í fersku minni þegar 12 af stærstu félögum Evrópu tilkynntu í apríl í fyrra að þau ætluðu að stofna Ofurdeild Evrópu í fótbolta. Og að enginn fengi að vera með nema þau. Þetta féll í svo grýttan jarðveg að á innan við tveimur sólarhringum voru fótboltaáhugamenn búnir að jarða hugmyndina. Eða það héldu menn. Vilja enn stofna Ofurdeild Evrópu En það er ekki alveg svo. Þrjú félög hafa ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn, Real Madrid, Barcelona og Juventus. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, brást hart við, og hefur m.a.s. samþykkt sérstök viðurlög gagnvart félögum sem stofna til mótahalds sem er í blóra við sambandið. Lið sem taka þátt í slíkum mótum eiga á hættu að verða útilokuð frá öllum mótum í 3 ár, auk þess sem klúbbarnir verða sektaðir um tugi eða hundruð milljóna króna. Þessi þrjú risalið á Spáni og Ítalíu hafa nú stefnt UEFA og á morgun og þriðjudag tekur Evrópudómstóllinn mál þeirra fyrir. Telja einokun UEFA andstæða lögum Félögin telja að það sé andstætt evrópskum vinnurétti að samband á borð við Knattspyrnusamband Evrópu geti haft einkarétt á mótahaldi í heilli íþróttagrein í heilli heimsálfu. Í engri annarri atvinnugrein í Evrópu sé slík einokun og hefting á atvinnufrelsi heimiluð. Af þessu tilefni skrifuðu níu málsmetandi fræðimenn og prófessorar í lögfræði frá Spáni og Ítalíu opið bréf í spænska blaðið El País fyrir helgi þar sem þeir færa rök fyrir því að Evrópudómstóllinn geti með engu móti fallist á einkarétt UEFA til að standa fyrir og skipuleggja mót í Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins tryggi frjálsa samkeppni, þar af leiðandi hafi UEFA enga heimild til að beita refsiákvæðum af nokkru tagi gagnvart hverjum þeim sem skipuleggja vilji mótahald utan við ramma Evrópska knattspyrnusambandsins. Einokun sé ekki aðeins bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins, hún sé einnig illa séð. Afdrifaríkur úrskurður Úrskurður Evrópudómstólsins kann að verða afdrifaríkur fyrir framtíð mótahalds í Evrópu. Hins vegar stendur þá eftir spurningin: Hversu vænlegt er það til árangurs að stofna til Ofurdeildar í blóra og óþökk alls þorra þeirra sem fylgjast með og borga sig inn á fótboltaleiki?
Fótbolti Tengdar fréttir Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01 Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01
„Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01
Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46
Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01
Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01
Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00