Rigningasuddi og grámygla sunnan-og vestantil um helgina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júlí 2022 12:00 Regnhlíf mun að öllum líkindum koma að góðum notum sunnan- og vestanlands um helgina. Útlit er fyrir að landsmenn í norðausturfjórðungnum muni aftur á móti ekki hafa nein not fyrir regnhlíf því þar eru bjartir kaflar í kortunum og hlýindi. Vísir/vilhelm Lægð úr suðvestri mun valda usla um helgina einkum sunnan og vestantil. Veðurfræðingur segist varla sjá nokkra vonarglætu í veðrinu á Suðurlandi um helgina, þar verði rigningasuddi. Framkvæmdastjóri Kótelettunnar eygir enn von um sólargeisla. Lægðin sem olli vestan hvassviðrinu í gær er nú komin norðaustan af landi og segir Teitur Arason veðurfræðingur að vestanáttin fari minnkandi í dag og stytti víða upp en… „Síðan fer að nálgast úr suðvestri næsta lægð og hún stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, það er að segja á laugardag og sunnudag. Hún veldur í grófum dráttum sunnanátt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og jafnvel bjartir kaflar í norðaustur fjórðungi landsins og þar verður jafnframt hlýjast.“ Mesta úrkoman verði á Suðurlandi þar sem bæði Landsmót hestamanna fer fram og fjölskylduhátíðin Kótelettan. „Hún verður nokkuð drjúg þar. Rigningasuddi en á öllu sunnan-og vestanverðu landinu má búast við vætu um helgina.“ Veðrið á Austfjörðum ætti að sleppa til um helgina en þar fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug. „Austfirðirnir verða sæmilegir. Ekki er búist við mikilli rigningu þar og gæti þá jafnvel sést til sólar.“ En varðandi Suðurland; er engin vonarglæta alla helgina? Nei, því miður. Það virðist ætla að verða þungbúið alla helgina á Suðurlandi, segir Teitur Arason Veðurfræðingur. Liðsmenn Bítisins á Bylgjunni slóu á þráðinn til Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra Kótelettunnar, sem sagðist enn halda í vonina. „Við erum búin að halda ellefu svona hátíðir og við höfum alltaf fengið frið frá eitt til fjögur sem er svona okkar kjarnatími á laugardeginum, sem er viðkvæmasti tíminn. Það hefur alltaf gengið eftir. Það hefur alltaf verið messufært og gríðarleg stemning og það er það sem við erum að fókusera á,“ sagði Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar í Bítinu á Bylgjunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á allt viðtalið við Einar um dagskrá hátíðarinnar og raunar allan morgunþáttinn í heild sinni. Veður Tengdar fréttir Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16 Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00 Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Sjá meira
Lægðin sem olli vestan hvassviðrinu í gær er nú komin norðaustan af landi og segir Teitur Arason veðurfræðingur að vestanáttin fari minnkandi í dag og stytti víða upp en… „Síðan fer að nálgast úr suðvestri næsta lægð og hún stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, það er að segja á laugardag og sunnudag. Hún veldur í grófum dráttum sunnanátt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og jafnvel bjartir kaflar í norðaustur fjórðungi landsins og þar verður jafnframt hlýjast.“ Mesta úrkoman verði á Suðurlandi þar sem bæði Landsmót hestamanna fer fram og fjölskylduhátíðin Kótelettan. „Hún verður nokkuð drjúg þar. Rigningasuddi en á öllu sunnan-og vestanverðu landinu má búast við vætu um helgina.“ Veðrið á Austfjörðum ætti að sleppa til um helgina en þar fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug. „Austfirðirnir verða sæmilegir. Ekki er búist við mikilli rigningu þar og gæti þá jafnvel sést til sólar.“ En varðandi Suðurland; er engin vonarglæta alla helgina? Nei, því miður. Það virðist ætla að verða þungbúið alla helgina á Suðurlandi, segir Teitur Arason Veðurfræðingur. Liðsmenn Bítisins á Bylgjunni slóu á þráðinn til Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra Kótelettunnar, sem sagðist enn halda í vonina. „Við erum búin að halda ellefu svona hátíðir og við höfum alltaf fengið frið frá eitt til fjögur sem er svona okkar kjarnatími á laugardeginum, sem er viðkvæmasti tíminn. Það hefur alltaf gengið eftir. Það hefur alltaf verið messufært og gríðarleg stemning og það er það sem við erum að fókusera á,“ sagði Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar í Bítinu á Bylgjunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á allt viðtalið við Einar um dagskrá hátíðarinnar og raunar allan morgunþáttinn í heild sinni.
Veður Tengdar fréttir Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16 Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00 Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Sjá meira
Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16
Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00
Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32