Annar hver fangi með ADHD Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 11:58 Leiða má að því líkur að um helmingur fanga á Litla-Hrauni á Eyrarbakka glími við ADHD. Vísir/Vilhelm Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, er yfirlæknir geðheilbrigðisteymis á sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur komið upp innan veggja fangelsa landsins. Í viðtali í nýútgefnu Læknablaði segir hann að sér hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Sigurður Örn segir að erlendar rannsóknir sýni fram á að um fjórðungur til helmingur fanga sé með ADHD. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann við Læknablaðið. Þá segir hann að bæði þunglyndi og kvíði fylgi gjarnan því að vera með ADHD og fangarnir fái því viðeigandi ráðgjöf hjá geðheilbrigðisteyminu. „Margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang,“ segir Sigurður Örn. Úrræði vanti fyrir geðsjúka fanga Sigurður Örn segir að margir fangar séu geðsjúkir og að þeir þrífist illa innan veggja fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúkdóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspítala eða stofna til úrræða innan fangelsiskerfisins sem grípur þennan hóp,“ segir hann. Sigurður segir að allt of margir alvarlega geðsjúkir afpláni í fangelsum hér á landi og gagnrýnir hversu þröngt sé horft á geðvanda þegar sakhæfi afbrotamanna er metið. Hann nefnir sérstaklega að sjúklegt ástand megi ekki orsakast af neyslu ef dæma eigi menn ósakhæfa. Ofbeldisbrot séu iðulega framin undir áhrifum vímuefna af fólki sem lengi hafi verið í neyslu. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis,“ segir hann. Ítarlegt viðtal við Sigurð Örn í Læknablaðinu má lesa hér. Geðheilbrigði Fangelsismál Fíkn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, er yfirlæknir geðheilbrigðisteymis á sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur komið upp innan veggja fangelsa landsins. Í viðtali í nýútgefnu Læknablaði segir hann að sér hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Sigurður Örn segir að erlendar rannsóknir sýni fram á að um fjórðungur til helmingur fanga sé með ADHD. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann við Læknablaðið. Þá segir hann að bæði þunglyndi og kvíði fylgi gjarnan því að vera með ADHD og fangarnir fái því viðeigandi ráðgjöf hjá geðheilbrigðisteyminu. „Margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang,“ segir Sigurður Örn. Úrræði vanti fyrir geðsjúka fanga Sigurður Örn segir að margir fangar séu geðsjúkir og að þeir þrífist illa innan veggja fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúkdóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspítala eða stofna til úrræða innan fangelsiskerfisins sem grípur þennan hóp,“ segir hann. Sigurður segir að allt of margir alvarlega geðsjúkir afpláni í fangelsum hér á landi og gagnrýnir hversu þröngt sé horft á geðvanda þegar sakhæfi afbrotamanna er metið. Hann nefnir sérstaklega að sjúklegt ástand megi ekki orsakast af neyslu ef dæma eigi menn ósakhæfa. Ofbeldisbrot séu iðulega framin undir áhrifum vímuefna af fólki sem lengi hafi verið í neyslu. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis,“ segir hann. Ítarlegt viðtal við Sigurð Örn í Læknablaðinu má lesa hér.
Geðheilbrigði Fangelsismál Fíkn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent