Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2022 07:24 Þjónustustöðin á Ólafsfirði er ein þeirra stöðva sem breytist í sjálfsafgreiðslustöð ÓB. Sveitarstjórn Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðunina. Olís Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís. Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Í tilkynningu frá Olís segir að umbreyting þjónustustöðva í sjálfsafgreiðslustöðvar sé hluti af umbreytingarvegferð fyrirtækisins þar sem þjónustustöðvum fækkar og í staðinn munu þær sem eru eftirstandandi stækka. Slíkar umbreytingar hafi þegar átt sér stað í Hamraborg í Kópavogi og Klöpp í Reykjavík og þá muni stöðvar við Álfheima og Álfabakka víkja fyrir Borgarlínu á næstu árum. Fyrirtækið segir blendnar tilfinningar í tengslum við fækkun þjónustustöðva en að nauðsynlegt sé að skjóta traustari stoðum undir rekstur stöðvanna til að starfsemin endist. Því hyggist fyrirtækið útvíkka eftirstandandi stöðvar í „þægindamiðstöðvar.“ Ekki ljóst hvað kemur í staðinn Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Olís muni eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar. Jafnframt verði leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfsstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Olís hyggst einnig loka þjónustustöð sinni á Skagaströnd en það er ekki ljóst hvað kemur þar í staðinn.Olís Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað á öllum þremur staðsetningum um miðjan september. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í húsnæði Olís í Fellabæ í kjölfar breytingarinnar en á hinum stöðvunum tveimur er enn unnið að því að finna rekstraraðila sem geti nýtt húsnæðið. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Olís að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði. Í fundargerð frá fundi bæjarráðs þann 4. júlí síðastliðinn höfðar bæjarráð til „samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði, t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.“ Einnig kemur fram í fundargerðinni að bæjarráðið óski eftir fundi við forsvarsmenn Olís.
Fjallabyggð Skagaströnd Múlaþing Bensín og olía Verslun Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira