Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 22:33 Mynd úr Royal Arena eftir að tilkynnt var um að tónleikunum hafi verið aflýst. aðsend Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira