„Grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 12:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Stöð 2 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands en íslenska liðið er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst þann 6. júlí næstkomandi. „Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
„Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira