Þóttist vera fórnarlamb og gæti hlotið dauðarefsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 13:04 Fjöldi farandverkamanna fannst í vörubílnum og höfðu flestir þeirra fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans. Fjöldi fólks var úrskurðaður látinn á staðnum og er tala látinna nú orðinn 53. AP/Eric Gay Vörubílstjóri sem keyrði vörubíl sem fannst yfirgefinn í Texas á mánudag með 53 látið farandfólk innanborðs segist ekki hafa vitað af bilaðri loftræstingu. Upphaflega faldi vörubílstjórinn sig nálægt vörubílnum og þóttist vera einn af farandfólkinu en var handtekinn stuttu síðar. Verði hann sakfelldur gæti hann hlotið dauðarefsingu. Vörubíllinn fannst yfirgefinn á afskekktum vegi í San Antonio í Texas á mánudag en innan í honum voru rúmlega sextíu farandverkafólk. Stór hluti þeirra hafði fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans og var fjöldi fólks úrskurðaður látinn á staðnum. Syrgjendur heimsækja minnisvarða um hina látnu.AP/Eric Gay Tala látinna er nú orðin 53, þar af eru nokkur börn. Einnig eru enn nokkur börn á spítala vegna áverka sem þau hlutu í vörubílnum. Faldi sig og þóttist vera einn fórnarlambanna Í frétt BBC um málið segir að skömmu eftir að vörubíllinn fannst á mánudag hafi lögreglan uppgötvað vörubílstjórann Homero Zamorano í felum í runna skammt frá vörubílnum. Mexíkósk yfirvöld segja að hann hafi í fyrstu þóst vera einn af verkamönnunum en hafi síðan verið handtekinn eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu hann keyra fram hjá landamæraeftirlitsstöð í Laredo í Texas. Texas migrant deaths: Lorry driver 'unaware air conditioner had stopped working' https://t.co/kxngvgS7HW— BBC News (World) (@BBCWorld) July 1, 2022 Hinn 45 ára Zamorano og Christian Martínez, meintur vitorðsmaður hans, eru sakaðir um að hafa sent skilaboð sín á milli fyrir og eftir að trukkurinn fannst og þannig reynt að falsa vitnisburð sinn. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir smygl á fólki og samsæri. Fari svo að þeir verði sakfelldir gætu þeir hlotið dauðarefsingu. Tveir aðrir menn, Juan Claudio D'Luna-Méndez og Francisco D'Luna-Bilbao, sem eru viðriðnir málið eru einnig ákærðir. Þeir eru sakaðir um ólögleg dvöl í Bandaríkjunum og fyrir ólöglegan vopnaburð. Auðkenni fólksins enn á reiki Mexíkósk yfirvöld segja 67 farandverkamenn hafa verið í vörubílnum en saksóknari San Antonio segir töluna fjöldann hins vegar vera 64. Meðal fórnarlambanna eru 27 einstaklingar frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador. Réttarmeinafræðingur hjá Bexar-sýslu sagðist á föstudag vera búinn að auðkenna 53 fórnarlambanna með óyggjandi hætti. Flóttamenn Bandaríkin Mexíkó Gvatemala Hondúras El Salvador Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Vörubíllinn fannst yfirgefinn á afskekktum vegi í San Antonio í Texas á mánudag en innan í honum voru rúmlega sextíu farandverkafólk. Stór hluti þeirra hafði fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans og var fjöldi fólks úrskurðaður látinn á staðnum. Syrgjendur heimsækja minnisvarða um hina látnu.AP/Eric Gay Tala látinna er nú orðin 53, þar af eru nokkur börn. Einnig eru enn nokkur börn á spítala vegna áverka sem þau hlutu í vörubílnum. Faldi sig og þóttist vera einn fórnarlambanna Í frétt BBC um málið segir að skömmu eftir að vörubíllinn fannst á mánudag hafi lögreglan uppgötvað vörubílstjórann Homero Zamorano í felum í runna skammt frá vörubílnum. Mexíkósk yfirvöld segja að hann hafi í fyrstu þóst vera einn af verkamönnunum en hafi síðan verið handtekinn eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu hann keyra fram hjá landamæraeftirlitsstöð í Laredo í Texas. Texas migrant deaths: Lorry driver 'unaware air conditioner had stopped working' https://t.co/kxngvgS7HW— BBC News (World) (@BBCWorld) July 1, 2022 Hinn 45 ára Zamorano og Christian Martínez, meintur vitorðsmaður hans, eru sakaðir um að hafa sent skilaboð sín á milli fyrir og eftir að trukkurinn fannst og þannig reynt að falsa vitnisburð sinn. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir smygl á fólki og samsæri. Fari svo að þeir verði sakfelldir gætu þeir hlotið dauðarefsingu. Tveir aðrir menn, Juan Claudio D'Luna-Méndez og Francisco D'Luna-Bilbao, sem eru viðriðnir málið eru einnig ákærðir. Þeir eru sakaðir um ólögleg dvöl í Bandaríkjunum og fyrir ólöglegan vopnaburð. Auðkenni fólksins enn á reiki Mexíkósk yfirvöld segja 67 farandverkamenn hafa verið í vörubílnum en saksóknari San Antonio segir töluna fjöldann hins vegar vera 64. Meðal fórnarlambanna eru 27 einstaklingar frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador. Réttarmeinafræðingur hjá Bexar-sýslu sagðist á föstudag vera búinn að auðkenna 53 fórnarlambanna með óyggjandi hætti.
Flóttamenn Bandaríkin Mexíkó Gvatemala Hondúras El Salvador Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira