Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:33 Dóttir Ásdísar, Ruja Ignatova og Ásdís Rán á kynningu fyrir OneCoin. Aðsend Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin árið 2014 og fékk fjölda fólks til að kaupa myntina, þrátt fyrir að hún væri hvergi til. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var aldrei til þar. Þegar lögreglan fór að rannsaka fólkið á bak við rafmyntina árið 2017 hvarf Ignatova sporlaust. Hún hefur nú verið sett á lista FBI yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims en hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarði dollara eða fjögur hundruð milljarða króna út úr fólki sem fjárfesti í myntinni. Ignatova er eina konan á lista FBI. Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ignatova fyrir hvarfið og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust í Búlgaríu þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Fjallað var ítarlega um samband Ignatova og Ásdísar í hlaðvarpsþættinum Eftirmálar í apríl á þessu ári. Rætt var við Ásdísi í þættinum og segist hún þar ekki hafa heyrt frá vinkonu sinni síðan hún hvarf. Einhverjir telja þó að Ignatova hafi verið komið fyrir kattarnef en Ásdís trúir því að vinkona hennar sé enn á lífi. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikil og það miklir peningar í gangi,“ sagði Ásdís í þættinum. Bróðir Ignatova og lögmaður hennar hafa báðir verið dæmdir fyrir aðild sína að OneCoin en Ásdís, sem var nánasta vinkona Ignatova þegar hún hvarf, fékk aldrei að vita hvað var að gerast á bak við tjöldin. Bandaríska alríkislögreglan hefur heitið hverjum þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir að handtöku Ignatova hundrað þúsund dollara sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017.Bandaríska alríkislögreglan Búlgaría Rafmyntir Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin árið 2014 og fékk fjölda fólks til að kaupa myntina, þrátt fyrir að hún væri hvergi til. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var aldrei til þar. Þegar lögreglan fór að rannsaka fólkið á bak við rafmyntina árið 2017 hvarf Ignatova sporlaust. Hún hefur nú verið sett á lista FBI yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims en hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarði dollara eða fjögur hundruð milljarða króna út úr fólki sem fjárfesti í myntinni. Ignatova er eina konan á lista FBI. Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ignatova fyrir hvarfið og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust í Búlgaríu þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Fjallað var ítarlega um samband Ignatova og Ásdísar í hlaðvarpsþættinum Eftirmálar í apríl á þessu ári. Rætt var við Ásdísi í þættinum og segist hún þar ekki hafa heyrt frá vinkonu sinni síðan hún hvarf. Einhverjir telja þó að Ignatova hafi verið komið fyrir kattarnef en Ásdís trúir því að vinkona hennar sé enn á lífi. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikil og það miklir peningar í gangi,“ sagði Ásdís í þættinum. Bróðir Ignatova og lögmaður hennar hafa báðir verið dæmdir fyrir aðild sína að OneCoin en Ásdís, sem var nánasta vinkona Ignatova þegar hún hvarf, fékk aldrei að vita hvað var að gerast á bak við tjöldin. Bandaríska alríkislögreglan hefur heitið hverjum þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir að handtöku Ignatova hundrað þúsund dollara sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017.Bandaríska alríkislögreglan
Búlgaría Rafmyntir Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28