Steinkast stútar sumrinu Hendrik Berndsen skrifar 30. júní 2022 07:01 Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Vegagerð Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar