Segir með ólíkindum að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 11:53 Halldóra Mogensen segir að dómsmálaráðherra ætti að skammast sín. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann ítrekað fara með rangfærslur um málaflokka sem hann á að hafa á hreinu. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
„Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00