Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 13:31 Jón Viðar býr í um 30 mínútna göngufæri frá miðbænum þar sem skotárásin átti sér stað. Hann segir götuna afar fjölfarna. facebook/ap Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira