Framsókn fer enn með himinskautum Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2022 19:57 Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju. Framsóknarflokkurinn er enn á mikilli siglingu. Í nýrri könnun Maskínu sem gerð var dagana 1. til 23. júní mælist flokkurinn með 18,3 prósenta fylgi. Bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun í maí. Formaður Framsóknarflokksins er að vonum ánægður með enn vaxandi fylgi.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir framsóknarstefnuna sígilda. Þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins hafi náð að endurnýja sig á hverjum tíma. „Miðjuflokkar hafa stundum átt erfitt uppdráttar. En í vaxandi pólariseringu heimsins og öfgahyggju held ég að vaxandi hópur Íslendinga og reyndar miklu fleiri aðhyllist hófsama skynsemisstefnu sem við erum með Framsókn,“ segir Sigurður Ingi. Það munar einungis einu prósentustigi á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist með 19,3 prósent atkvæða. Það er litlu meira en í síðustu könnun en flokkurinn hlaut 24,4 prósent í alþingiskosningunum fyrir níu mánuðum. Hér á myndinni segir að Framsóknarflokkurinn mælist með 17,3 prósent en hið rétta er 18,3 prósent. Kristján Jónsson Nú er varla marktækur munur á milli þessara tveggja stjórnarflokka en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn enn stærstan. „Þetta er bara könnun sem er í línu við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum. Á síðasta hálfa ári hefur verið gengið tvisvar til kosninga. Við höfum legið í kringum 25 prósent í kosningum rétt rúmlega hálfa árið. Það er bara eins og alltaf verk að vinna og ég í sjálfu sér kippi mér ekki upp við einstakar kannanir.“ Framsóknarflokkurinn er að sækja vel í sig veðrið frá síðustu könnun? „Já, sem er líka í ákveðnum takti við að stjórnarandstaðan er líka tvístruð og ósamstíga. Ég er bara ánægður með ef stjórnarflokkar halda sínu fylgi. Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnina,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er enn á mikilli siglingu. Í nýrri könnun Maskínu sem gerð var dagana 1. til 23. júní mælist flokkurinn með 18,3 prósenta fylgi. Bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun í maí. Formaður Framsóknarflokksins er að vonum ánægður með enn vaxandi fylgi.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir framsóknarstefnuna sígilda. Þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins hafi náð að endurnýja sig á hverjum tíma. „Miðjuflokkar hafa stundum átt erfitt uppdráttar. En í vaxandi pólariseringu heimsins og öfgahyggju held ég að vaxandi hópur Íslendinga og reyndar miklu fleiri aðhyllist hófsama skynsemisstefnu sem við erum með Framsókn,“ segir Sigurður Ingi. Það munar einungis einu prósentustigi á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist með 19,3 prósent atkvæða. Það er litlu meira en í síðustu könnun en flokkurinn hlaut 24,4 prósent í alþingiskosningunum fyrir níu mánuðum. Hér á myndinni segir að Framsóknarflokkurinn mælist með 17,3 prósent en hið rétta er 18,3 prósent. Kristján Jónsson Nú er varla marktækur munur á milli þessara tveggja stjórnarflokka en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn enn stærstan. „Þetta er bara könnun sem er í línu við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum. Á síðasta hálfa ári hefur verið gengið tvisvar til kosninga. Við höfum legið í kringum 25 prósent í kosningum rétt rúmlega hálfa árið. Það er bara eins og alltaf verk að vinna og ég í sjálfu sér kippi mér ekki upp við einstakar kannanir.“ Framsóknarflokkurinn er að sækja vel í sig veðrið frá síðustu könnun? „Já, sem er líka í ákveðnum takti við að stjórnarandstaðan er líka tvístruð og ósamstíga. Ég er bara ánægður með ef stjórnarflokkar halda sínu fylgi. Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnina,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira