Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júní 2022 16:55 Höfuðstöðvar Símans og Mílu í Ármúla. Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnun, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar segir að Síminn hafi framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hafi ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitinu nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar. Sýn hafði áður krafist bóta fyrir það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018, eða sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða króna. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Fjarskipti Dómsmál Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun Fjarskiptastofnun, sem þá hét Póst- og fjarskiptastofnun, er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Í málinu var því deilt um hvort að Síminn hafi brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga sem fjallar um að fjölmiðlaveitu sé óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn samdi ekki við Sýn annars vegar og Ljósleiðarann hins vegar um flutning og dreifingu á ólínulegu myndefni Símans; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Í dómi Landsréttar segir að Síminn hafi framið brot gegn þessu ákvæði fjölmiðlalaga með því að hafa beint viðskiptum þeirra sem vildu kaupa aðgang að Sjónvarpi Símans Premium að dótturfélaginu Mílu enda hafi ekki verið unnt að kaupa efni úr efnisveitinu nema í gegnum þetta fjarskiptanet. Féllst landsréttur því á niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og taldi engin efni til að hrófla við mati stofnunarinnar á fjárhæð sektarinnar. Sýn hafði áður krafist bóta fyrir það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018, eða sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða króna. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Fjarskipti Dómsmál Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26
Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04