Geta endanlega kveðið KR-grýluna í kút og sparkað henni út á hafsauga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:00 Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks á Meistaravöllum. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann loks sigur á KR er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta þann 25. apríl síðastliðinn. Þau mætast á nýjan leik á Kópavogsvelli í kvöld og getur topplið deildarinnar endanlega kveðið KR-grýlu sína í kútinn. Fyrir leikinn á Meistaravöllum undir lok apríl mánaðar höfðu KR-ingar haft gríðarlegt tak á grænklæddum Blikum. Fara þurfti aftur til 7. ágúst 2018 til að finna síðasta sigur Breiðabliks. Nú er öldin önnur og meira að segja hörðustu KR-ingar eiga erfitt með að sjá liðið ná í úrslit í kvöld. Á meðan Breiðablik hefur verið svo gott sem óstöðvandi í sumar, ef frá er talinn einn leikur á Hlíðarenda, þá hefur KR hikstað. Spilamennska KR-inga hefur á löngum köflum verið ágæt í sumar en illa hefur gengið að koma tuðrunni yfir línuna. Sem dæmi má benda á fyrri leik liðanna en þar hafði KR mikla yfirburði í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik komst yfir í upphafi þess síðari var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Skýrslan@KRreykjavik - @BreidablikFC pic.twitter.com/38UHEzqZAs— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022 Sá leikur kom sérstaklega á óvart þar sem Breiðablik spilaði töluvert einfaldari bolta en oft áður. Það virkaði heldur betur þar sem tvíeykið úr Mosfellsbæ – Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson – sáu um að tryggja stigin þrjú. Breiðablik mun eflaust leggja upp með stífari sóknarleik á Kópavogsvelli í kvöld enda mæta KR-ingar heldur vængbrotnir til leiks. Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson eru fjarri góðu gamni. Þá er spurning hversu leikfærir Pálmi Rafn Pálmason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason eru. Kristinn Jónsson verður ekki með KR í kvöld.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn missti af leiknum gegn ÍA en spilaði svo allan leikinn gegn Stjörnunni á mánudaginn var. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu gegn ÍA, í fyrsta skipti í sumar, en þurfti að koma af velli. Hann spilaði svo síðustu mínúturnar gegn Stjörnunni. Kjartan Henry var svo tekinn af velli gegn Stjörnunni þegar KR vantaði mark en skömmu áður ku hann hafa beðist undan við að taka vítaspyrnu sem fór svo forgörðum. Þó Blikar hafi hikstað eftir að Besta deildin fór aftur af stað eftir landsleikjahlé þá minnti liðið heldur betur á sig gegn KA á mánudag. Nú er komið að því að kveða KR-grýluna endanlega í kútinn og sparka henni svo langt í burtu að hún sést aldrei aftur. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Fyrir leikinn á Meistaravöllum undir lok apríl mánaðar höfðu KR-ingar haft gríðarlegt tak á grænklæddum Blikum. Fara þurfti aftur til 7. ágúst 2018 til að finna síðasta sigur Breiðabliks. Nú er öldin önnur og meira að segja hörðustu KR-ingar eiga erfitt með að sjá liðið ná í úrslit í kvöld. Á meðan Breiðablik hefur verið svo gott sem óstöðvandi í sumar, ef frá er talinn einn leikur á Hlíðarenda, þá hefur KR hikstað. Spilamennska KR-inga hefur á löngum köflum verið ágæt í sumar en illa hefur gengið að koma tuðrunni yfir línuna. Sem dæmi má benda á fyrri leik liðanna en þar hafði KR mikla yfirburði í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik komst yfir í upphafi þess síðari var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Skýrslan@KRreykjavik - @BreidablikFC pic.twitter.com/38UHEzqZAs— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022 Sá leikur kom sérstaklega á óvart þar sem Breiðablik spilaði töluvert einfaldari bolta en oft áður. Það virkaði heldur betur þar sem tvíeykið úr Mosfellsbæ – Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson – sáu um að tryggja stigin þrjú. Breiðablik mun eflaust leggja upp með stífari sóknarleik á Kópavogsvelli í kvöld enda mæta KR-ingar heldur vængbrotnir til leiks. Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson eru fjarri góðu gamni. Þá er spurning hversu leikfærir Pálmi Rafn Pálmason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason eru. Kristinn Jónsson verður ekki með KR í kvöld.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn missti af leiknum gegn ÍA en spilaði svo allan leikinn gegn Stjörnunni á mánudaginn var. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu gegn ÍA, í fyrsta skipti í sumar, en þurfti að koma af velli. Hann spilaði svo síðustu mínúturnar gegn Stjörnunni. Kjartan Henry var svo tekinn af velli gegn Stjörnunni þegar KR vantaði mark en skömmu áður ku hann hafa beðist undan við að taka vítaspyrnu sem fór svo forgörðum. Þó Blikar hafi hikstað eftir að Besta deildin fór aftur af stað eftir landsleikjahlé þá minnti liðið heldur betur á sig gegn KA á mánudag. Nú er komið að því að kveða KR-grýluna endanlega í kútinn og sparka henni svo langt í burtu að hún sést aldrei aftur. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira