Cosby fundinn sekur um að misnota táningsstúlku Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 08:39 Cosby (t.v.) fór með Judy Huth (t.h.) á Playboy-setrið þegar hún var aðeins sextán ára gömul árið 1975. Þar misnotað leikarinn hana kynferðislega. AP Kviðdómur í Kaliforníu fann Bill Cosby sekan um að hafa misnotað sextán ára gamla stúlku kynferðislega á Playboy-setrinu árið 1975 í gær. Málið var eitt af þeim síðustu gegn Cosby en fjöldi kvenna hefur sakað hann um misnotkun í gegnum tíðina. Judy Huth, sem nú er 64 ára gömul, stefndi Cosby vegna kynferðisofbeldis sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig þegar hún var sextán ára gömul. Cosby neitaði sök þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hafa hitt Huth og vinkonu hennar úr framhaldsskóla og tekið þær með sér á Playboy-setrið árið 1975. Í málinu voru meðal annars lagðar fram myndir sem vinkonan tók af Cosby og Huth á setrinu. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Cosby hefði vísvitandi valdið Huth skaða með kynferðislegu samneyti, honum hefði mátt vera ljóst að hún væri yngri en átján ára gömul og að framferði hans hafi verið knúið af ónáttúrulegri eða óeðlilegri kynferðislegri löngun í barn, að sögn AP-fréttastofunnar. Huth var dæmd hálf milljón dollara, jafnvirði rúmra 66 milljóna íslenskra króna, en engar refsibætur. Hún sagði það skipta hana meira máli að kviðdómendurnir hefðu trúað henni en að vera úrskurðaðar fúlgur fjár. „Þetta hefur verið pynting. Að vera rifin í sundur, hent undir rútuna og bakkað yfir mann. Fyrir mér er þetta svo stór sigur,“ sagði Huth en mál hennar hefur tekið um sjö ár. Cosby bar ekki vitni og var ekki viðstaddur réttarhöldinn. Hann er nú 84 ára gamall. Áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að byrla konu ólyfjan og nauðga henni í fyrra og var hann látinn laus úr fangelsi. Fjöldi kvenna hefur sakað Cosby um kynferðisofbeldi en mál Huth var eitt það síðasta sem kemur til kasta dómstóla. Tryggingafyrirtæki Cosby gerði sátt í fjölda annarra mála. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Judy Huth, sem nú er 64 ára gömul, stefndi Cosby vegna kynferðisofbeldis sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig þegar hún var sextán ára gömul. Cosby neitaði sök þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hafa hitt Huth og vinkonu hennar úr framhaldsskóla og tekið þær með sér á Playboy-setrið árið 1975. Í málinu voru meðal annars lagðar fram myndir sem vinkonan tók af Cosby og Huth á setrinu. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Cosby hefði vísvitandi valdið Huth skaða með kynferðislegu samneyti, honum hefði mátt vera ljóst að hún væri yngri en átján ára gömul og að framferði hans hafi verið knúið af ónáttúrulegri eða óeðlilegri kynferðislegri löngun í barn, að sögn AP-fréttastofunnar. Huth var dæmd hálf milljón dollara, jafnvirði rúmra 66 milljóna íslenskra króna, en engar refsibætur. Hún sagði það skipta hana meira máli að kviðdómendurnir hefðu trúað henni en að vera úrskurðaðar fúlgur fjár. „Þetta hefur verið pynting. Að vera rifin í sundur, hent undir rútuna og bakkað yfir mann. Fyrir mér er þetta svo stór sigur,“ sagði Huth en mál hennar hefur tekið um sjö ár. Cosby bar ekki vitni og var ekki viðstaddur réttarhöldinn. Hann er nú 84 ára gamall. Áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að byrla konu ólyfjan og nauðga henni í fyrra og var hann látinn laus úr fangelsi. Fjöldi kvenna hefur sakað Cosby um kynferðisofbeldi en mál Huth var eitt það síðasta sem kemur til kasta dómstóla. Tryggingafyrirtæki Cosby gerði sátt í fjölda annarra mála.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40
Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14