Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 14:27 Hæstiréttur Íslands mun taka mál Sjóvar og hásetans fyrir. Vísir/Vilhelm Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. Málavextir voru þeir að hásetinn slasaðist um borð í frystitogara þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Hásetinn leitaði, í samráði við Sjóvá, mats læknis og lögfræðings á afleiðingum slyssins og var varanlegur miski hans metinn fimm stig og varanleg örorka tíu prósent. Matsgerð þessi sem og að bótaskylda Sjóvár voru óumdeildar og sömdu hásetinn og Sjóvá um bótagreiðslur. Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit, sem bar yfirskriftina fullnaðaruppgjör, fyrir hönd hásetans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt matsgerð. Örorkunefnd mat heilsu hásetans verri Svo fór að heilsu hásetans hrakaði og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Þá beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá eftirstöðva bóta miðað við nýja matsgerð greiddar en Sjóvá synjaði kröfu hans með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Fyrirvarinn talinn trompa ákvæði skilmála Hásetinn höfðaði þá dómsmál á hendur Sjóvá. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti, var Sjóvá dæmt til að greiða hásetanum bætur miðað við hið nýrra örorkumat vegna þess að hann hafði gert fyrirvara þegar hann undirritaði bótayfirlit. Þá sagði í dóminum að Sjóvá hefði lengst af ekki borið fyrir sig ákvæði í tryggingarskilmálum um tímafrest við þær aðstæður sem uppi væru í málinu. Sjóvá hefði engum andmælum hreyft gegn fyrirvaranum eða gildissviði hans, né gert sérstakan áskilnað um að nýtt mat yrði að leggja fram innan þriggja ára frá slysdegi í samræmi við ákvæði tryggingarskilmálanna. Yrði Sjóvá því látin bera hallann af því að hafa ekki skilmerkilega áréttað þann áskilnað. Sjóvá taldi dóm Landsréttar í andstöðu við dómafordæmi Sjóvá óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar með vísan til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem dómurinn sé í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Þá byggir Sjóvá á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem við uppgjör vátryggingarbóta reyni reglulega á samhljóða ákvæði í vátryggingarskilmálum auk þess sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun fyrirvara við bótauppgjör. Þrír dómarar Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðum laga um meðferð einkamála um áfryjun til Hæstaréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt. Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér og dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
Málavextir voru þeir að hásetinn slasaðist um borð í frystitogara þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Hásetinn leitaði, í samráði við Sjóvá, mats læknis og lögfræðings á afleiðingum slyssins og var varanlegur miski hans metinn fimm stig og varanleg örorka tíu prósent. Matsgerð þessi sem og að bótaskylda Sjóvár voru óumdeildar og sömdu hásetinn og Sjóvá um bótagreiðslur. Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit, sem bar yfirskriftina fullnaðaruppgjör, fyrir hönd hásetans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt matsgerð. Örorkunefnd mat heilsu hásetans verri Svo fór að heilsu hásetans hrakaði og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Þá beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá eftirstöðva bóta miðað við nýja matsgerð greiddar en Sjóvá synjaði kröfu hans með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Fyrirvarinn talinn trompa ákvæði skilmála Hásetinn höfðaði þá dómsmál á hendur Sjóvá. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti, var Sjóvá dæmt til að greiða hásetanum bætur miðað við hið nýrra örorkumat vegna þess að hann hafði gert fyrirvara þegar hann undirritaði bótayfirlit. Þá sagði í dóminum að Sjóvá hefði lengst af ekki borið fyrir sig ákvæði í tryggingarskilmálum um tímafrest við þær aðstæður sem uppi væru í málinu. Sjóvá hefði engum andmælum hreyft gegn fyrirvaranum eða gildissviði hans, né gert sérstakan áskilnað um að nýtt mat yrði að leggja fram innan þriggja ára frá slysdegi í samræmi við ákvæði tryggingarskilmálanna. Yrði Sjóvá því látin bera hallann af því að hafa ekki skilmerkilega áréttað þann áskilnað. Sjóvá taldi dóm Landsréttar í andstöðu við dómafordæmi Sjóvá óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar með vísan til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem dómurinn sé í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Þá byggir Sjóvá á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem við uppgjör vátryggingarbóta reyni reglulega á samhljóða ákvæði í vátryggingarskilmálum auk þess sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun fyrirvara við bótauppgjör. Þrír dómarar Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðum laga um meðferð einkamála um áfryjun til Hæstaréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt. Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér og dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent