Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 17:06 Mynd tekin úr TF-ABB klukkan 11:48. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. Flugvélin tók á loft frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar síðastliðinn með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Farið var að grennslast eftir flugvélinni rétt fyrir klukkan eitt eftir að vélin var komin fram yfir áætlaðan lendingartíma í Reykjavík. Sjö sekúndur í lítilli hæð Á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni heyrist þegar afl minnkar á hreyfli og flugvélin lækkar í kjölfarið flugið að vatnsyfirborðinu. Einnig má sjá á myndskeiðunum að ís hafi verið að myndast í Ölfusvatnsvík. Ísinn virðist hafa verið mjög þunnur og með stórar vakir á milli. Öryggismyndavél við Þingvallavatn sýnir flugvélina lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygir flugvélin til vinstri (til vesturs) og lækkar í kjölfarið flugið enn frekar að vatninu. Þá segir í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í því. Úr bráðabirgðaskýrslu Samgöngunefndar. Öryggismyndavélar frá Þingvallavatni sýna flugvélaina lækka flugið hratt í átt að vatninu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Neyðarlínunni barst símtal Þá segir í skýrslunni að engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Neyðarlínunni hafi þó borist nokkurra sekúndna símtal frá klukkan 11:51 en rakning á símtalinu leiddi í ljós að það barst úr síma eins farþegans. Ekki voru nein greinileg samskipti í símtalinu en í því hafi mátt heyra í einhverjum í neyð. Kafbátur var notaður til að skanna botn Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Um klukkan 22:10 þann 4. febrúar fannst vélin á 47 metra dýpi í víkinni. Klippa: Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Neyðarsendir virkur en ekkert merki barst Í myndskeiðum sem tekin voru af vélinni í kjölfarið fékkst staðfest að hún var mannlaus en fjögur lík fundust á botni Þingvallavatsn um 130 metrum suður af flugvélinni. Litlar skemmdir voru á vélinni sem frestað var að ná upp á yfirborð vegna mikillar ísmyndunar og frosts. Flugvélin var loks sótt af botni Þingvallavatns þann 22. apríl. Frá umfangsmikilli leit að flugvél TF-ABB í febrúar.Vísir/Vilhelm Raftæki voru fjarlægð úr vélinni og reyndist unnt að lesa gögn sem voru á minniskortum þeirra. Þar kom í ljós að neyðarsendir vélarinnar hafi verið virkur og farþegar í aftursætum hafi líklega ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað. Rannsókn málsins er ekki lokið og er skýrslan er einungis gefin út til bráðbirgða. Áframhaldandi rannsókn málsins mun meðal annars fela í sér að greina af hverju engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Flugvélin tók á loft frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar síðastliðinn með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Farið var að grennslast eftir flugvélinni rétt fyrir klukkan eitt eftir að vélin var komin fram yfir áætlaðan lendingartíma í Reykjavík. Sjö sekúndur í lítilli hæð Á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni heyrist þegar afl minnkar á hreyfli og flugvélin lækkar í kjölfarið flugið að vatnsyfirborðinu. Einnig má sjá á myndskeiðunum að ís hafi verið að myndast í Ölfusvatnsvík. Ísinn virðist hafa verið mjög þunnur og með stórar vakir á milli. Öryggismyndavél við Þingvallavatn sýnir flugvélina lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygir flugvélin til vinstri (til vesturs) og lækkar í kjölfarið flugið enn frekar að vatninu. Þá segir í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í því. Úr bráðabirgðaskýrslu Samgöngunefndar. Öryggismyndavélar frá Þingvallavatni sýna flugvélaina lækka flugið hratt í átt að vatninu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Neyðarlínunni barst símtal Þá segir í skýrslunni að engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Neyðarlínunni hafi þó borist nokkurra sekúndna símtal frá klukkan 11:51 en rakning á símtalinu leiddi í ljós að það barst úr síma eins farþegans. Ekki voru nein greinileg samskipti í símtalinu en í því hafi mátt heyra í einhverjum í neyð. Kafbátur var notaður til að skanna botn Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Um klukkan 22:10 þann 4. febrúar fannst vélin á 47 metra dýpi í víkinni. Klippa: Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Neyðarsendir virkur en ekkert merki barst Í myndskeiðum sem tekin voru af vélinni í kjölfarið fékkst staðfest að hún var mannlaus en fjögur lík fundust á botni Þingvallavatsn um 130 metrum suður af flugvélinni. Litlar skemmdir voru á vélinni sem frestað var að ná upp á yfirborð vegna mikillar ísmyndunar og frosts. Flugvélin var loks sótt af botni Þingvallavatns þann 22. apríl. Frá umfangsmikilli leit að flugvél TF-ABB í febrúar.Vísir/Vilhelm Raftæki voru fjarlægð úr vélinni og reyndist unnt að lesa gögn sem voru á minniskortum þeirra. Þar kom í ljós að neyðarsendir vélarinnar hafi verið virkur og farþegar í aftursætum hafi líklega ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað. Rannsókn málsins er ekki lokið og er skýrslan er einungis gefin út til bráðbirgða. Áframhaldandi rannsókn málsins mun meðal annars fela í sér að greina af hverju engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira