„Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 12:35 Katrín Jakobsdóttir flutti ávarp á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins. Vísir/Friðrik Heimsfaraldur, stríð í Úkraínu og auðlindir Íslands voru meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði um í ávarpi sínu í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Dagurinn markar 78 ára afmæli íslenska ýðveldisins. „Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg,“ sagði Katrín í upphafi ræðu sinnar. Katrín sagði stefnu Íslands gagnvart varnarmálum skýra. Íslensk stjórnvöld standi afdráttarlaust við bakið á Úkraínu. „Þá er rætt um að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál sín og það er auðvitað viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma út frá aðstæðum í heiminum. Sú vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síðari hluta þessa árs,“ sagði Katrín. „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar. Orkumálin mikilvæg og stjórnmálamanna að tryggja árangur í loftslagsmálum Katrín sagði þá mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að hún héldi yfirráðum yfir orkuauðlindinni og ítrekaði að marka þurfi ramma utan um hvernig arðurinn af nýjum auðlindum er nýttur. „Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við álitamál nú þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamannanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði og lífskjör þeirra sem hér búa samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum,“ sagði Katrín. „Við þurfum líka að marka ramma um það hvernig arðurinn af orkuauðlindinni, ekki síst hinni nýju orkuauðlind sem er beislun vindorkunnar, renni til samfélagsins. Þar þarf að skrifa leikreglurnar nú þegar, því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar.“ Ísland standi áfram vörð um lýðræðið Hún sagði þá lýðræðið hafa átt undir högg að sækja og við mættum ekki sofa á verðinum. Á alþjóðavettvangi hafi Ísland stillt sér upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis og engin vanþörf sé á slíkum málsvara. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja víða um heim á undanförnum árum. Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar. Lýðræðið getur horfið á einni svipstundu, jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag, þegar við fögnum því að lýðveldið Ísland er 78 ára, þá vil ég segja: Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík 17. júní Öryggis- og varnarmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg,“ sagði Katrín í upphafi ræðu sinnar. Katrín sagði stefnu Íslands gagnvart varnarmálum skýra. Íslensk stjórnvöld standi afdráttarlaust við bakið á Úkraínu. „Þá er rætt um að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál sín og það er auðvitað viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma út frá aðstæðum í heiminum. Sú vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síðari hluta þessa árs,“ sagði Katrín. „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar. Orkumálin mikilvæg og stjórnmálamanna að tryggja árangur í loftslagsmálum Katrín sagði þá mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að hún héldi yfirráðum yfir orkuauðlindinni og ítrekaði að marka þurfi ramma utan um hvernig arðurinn af nýjum auðlindum er nýttur. „Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við álitamál nú þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamannanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði og lífskjör þeirra sem hér búa samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum,“ sagði Katrín. „Við þurfum líka að marka ramma um það hvernig arðurinn af orkuauðlindinni, ekki síst hinni nýju orkuauðlind sem er beislun vindorkunnar, renni til samfélagsins. Þar þarf að skrifa leikreglurnar nú þegar, því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar.“ Ísland standi áfram vörð um lýðræðið Hún sagði þá lýðræðið hafa átt undir högg að sækja og við mættum ekki sofa á verðinum. Á alþjóðavettvangi hafi Ísland stillt sér upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis og engin vanþörf sé á slíkum málsvara. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja víða um heim á undanförnum árum. Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar. Lýðræðið getur horfið á einni svipstundu, jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag, þegar við fögnum því að lýðveldið Ísland er 78 ára, þá vil ég segja: Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík 17. júní Öryggis- og varnarmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira