Af hverju bjóðum við okkur fram í aðalstjórn SÁÁ Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa 16. júní 2022 15:01 Við stöllur bjóðum fram krafta okkar í aðalstjórn SÁÁ vegna þess að við viljum að starfsemi samtakanna sé áfram í þágu vímuefnasjúkra og fjölskylda þeirra eins og verið hefur hingað til. Megin tilgangur samtakanna hefur verið frá stofnun þeirra að útrýma fordómum gagnvart vímuefnasjúkdómum og starfrækja sjúkrahús, inniliggjandi eftirmeðferð, göngudeild og félagsleg úrræði. Samtökin eru almannasamtök og stofnuð af öflugum frumkvöðlum sem höfðu fengið lausn á sínum vanda í Bandaríkjunum og við þekkjum öll söguna síðan. Stjórnarhættir núverandi stjórnar samrýmast ekki lögum samtakanna og sem hefur gert þau að lokuðum hagsmunasamtökum starfsmanna í stað opinna grasrótarsamtaka sem berjast fyrir hagsmunum vímuefnasjúkra. Fyrir liggur að núverandi stjórn ætlar að breyta lögum samtakanna sem styrkir þau enn betur í sessi sem hagsmunasamtök starfsmanna. Allt frá upphafi samtakanna árið 1977 hefur önnur okkar og hin frá árinu 1983 átt tengsl við SÁÁ með fleiri en einum hætti. Við eigum það sameiginlegt að hafa þegið þjónustu SÁÁ og fengið aukin lífsgæði og betra líf fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar svo ekki sé talað um að við höfum verið betri þjóðfélagsþegnar. Auk þess að vera notendur þjónustu SÁÁ höfum við verið samstarfsmenn, tekið þátt í ýmsu félagsstarfi sælla minninga og önnur okkar verið starfsmaður og setið í framkvæmdarstjórn samtakanna. Við höfum margþætta reynslu af störfum innan velferðarþjónustunnar í málaflokki um vímuefnavandann svo sem ráðgjöf í meðferð, félagsþjónustu, starfsemi búsetuúrræða bæði fyrir einstaklinga í bata og þá sem hafa dvalið í skaðaminnkandi úrræðum. Við höfum áhyggjur af framtíð vímuefnameðferðar í landinu, fyrir hönd núverandi og komandi kynslóða og ekki að ástæðu lausu. Við viljum koma inn í aðalstjórn samtakanna til að hafa áhrif á framtíð þeirra fyrst og fremst og koma í veg fyrir að núverandi stjórn fari með samtökin og starfsemi þeirra í algjört þrot. Áhyggjur okkar eru vegna þeirra ófara sem hafa dunið á í tíð núverandi framkvæmdarstjórnar og hefur verið þó nokkuð fjallað um í fjölmiðlum s.s. kæra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til héraðsaksóknara og kæru til landlæknisembættis. Það slær mann hvað viðbrögð stjórnar og starfsmanna við þeim vanda sem snýr að þessu eru forkastanleg og lýsa afneitun á stöðu mála. Einnig er vert að hafa áhyggjur af áherslubreytingum í meðferðinni varðandi afköst og að ekki er unnið með að fækka á biðlista eftir meðferð. Þá virðist halla undan fæti varðandi megin þátt starfseminnar sem er í höndum áfengis-og vímuefnaráðgjafa þar sem dregið hefur verið markvist úr kennslu, handleiðslu og endurmenntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanema og ráðgjafa, undanfarin 4 ár. Hjarta okkar slær með vímuefnasjúkum og fjölskyldum þeirra og vilji okkar er að efla ráðgjafastéttina, hafa öflugt sjúkrahús (Vogur) með sérhæfðum læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til að sinna veikum, bráðveikum og langveikum einstaklingum með vímuefnasýki. Það er þekkt að afleiðingar neyslu áfengi og/eða annarra vímuefna geta verið margvíslegar og ekki síst á félagslega þætti s.s. brottfall úr námi, atvinnumissir, skertrar starfsgetu, skilnaður, vanræksla, afbrot ofl. sem getur leitt til einangrunar, fátæktar og oft á tíðum heimlisileysis. Áhersla okkar er einnig á að auka tengsl enn betur við velferðarþjónustu og auka þannig bataauð þeirra sem koma í meðferð. Efla tengsl við félagsþjónustu, starfsendurhæfingu og öldrunarþjónustu. Samþætta þannig þjónustu meðferðarsviðs og annarrar velferðarþjónustu sem varðar húsnæðismál, atvinnumál, og þjónustu vegna sértæks vanda sem afleiðingu af neyslu og er á höndum félagsþjónustu, almennrar heilsugæslu, Vinnumálastofnunar, Virk ofl. að leysa. Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir félagar í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við stöllur bjóðum fram krafta okkar í aðalstjórn SÁÁ vegna þess að við viljum að starfsemi samtakanna sé áfram í þágu vímuefnasjúkra og fjölskylda þeirra eins og verið hefur hingað til. Megin tilgangur samtakanna hefur verið frá stofnun þeirra að útrýma fordómum gagnvart vímuefnasjúkdómum og starfrækja sjúkrahús, inniliggjandi eftirmeðferð, göngudeild og félagsleg úrræði. Samtökin eru almannasamtök og stofnuð af öflugum frumkvöðlum sem höfðu fengið lausn á sínum vanda í Bandaríkjunum og við þekkjum öll söguna síðan. Stjórnarhættir núverandi stjórnar samrýmast ekki lögum samtakanna og sem hefur gert þau að lokuðum hagsmunasamtökum starfsmanna í stað opinna grasrótarsamtaka sem berjast fyrir hagsmunum vímuefnasjúkra. Fyrir liggur að núverandi stjórn ætlar að breyta lögum samtakanna sem styrkir þau enn betur í sessi sem hagsmunasamtök starfsmanna. Allt frá upphafi samtakanna árið 1977 hefur önnur okkar og hin frá árinu 1983 átt tengsl við SÁÁ með fleiri en einum hætti. Við eigum það sameiginlegt að hafa þegið þjónustu SÁÁ og fengið aukin lífsgæði og betra líf fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar svo ekki sé talað um að við höfum verið betri þjóðfélagsþegnar. Auk þess að vera notendur þjónustu SÁÁ höfum við verið samstarfsmenn, tekið þátt í ýmsu félagsstarfi sælla minninga og önnur okkar verið starfsmaður og setið í framkvæmdarstjórn samtakanna. Við höfum margþætta reynslu af störfum innan velferðarþjónustunnar í málaflokki um vímuefnavandann svo sem ráðgjöf í meðferð, félagsþjónustu, starfsemi búsetuúrræða bæði fyrir einstaklinga í bata og þá sem hafa dvalið í skaðaminnkandi úrræðum. Við höfum áhyggjur af framtíð vímuefnameðferðar í landinu, fyrir hönd núverandi og komandi kynslóða og ekki að ástæðu lausu. Við viljum koma inn í aðalstjórn samtakanna til að hafa áhrif á framtíð þeirra fyrst og fremst og koma í veg fyrir að núverandi stjórn fari með samtökin og starfsemi þeirra í algjört þrot. Áhyggjur okkar eru vegna þeirra ófara sem hafa dunið á í tíð núverandi framkvæmdarstjórnar og hefur verið þó nokkuð fjallað um í fjölmiðlum s.s. kæra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til héraðsaksóknara og kæru til landlæknisembættis. Það slær mann hvað viðbrögð stjórnar og starfsmanna við þeim vanda sem snýr að þessu eru forkastanleg og lýsa afneitun á stöðu mála. Einnig er vert að hafa áhyggjur af áherslubreytingum í meðferðinni varðandi afköst og að ekki er unnið með að fækka á biðlista eftir meðferð. Þá virðist halla undan fæti varðandi megin þátt starfseminnar sem er í höndum áfengis-og vímuefnaráðgjafa þar sem dregið hefur verið markvist úr kennslu, handleiðslu og endurmenntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanema og ráðgjafa, undanfarin 4 ár. Hjarta okkar slær með vímuefnasjúkum og fjölskyldum þeirra og vilji okkar er að efla ráðgjafastéttina, hafa öflugt sjúkrahús (Vogur) með sérhæfðum læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til að sinna veikum, bráðveikum og langveikum einstaklingum með vímuefnasýki. Það er þekkt að afleiðingar neyslu áfengi og/eða annarra vímuefna geta verið margvíslegar og ekki síst á félagslega þætti s.s. brottfall úr námi, atvinnumissir, skertrar starfsgetu, skilnaður, vanræksla, afbrot ofl. sem getur leitt til einangrunar, fátæktar og oft á tíðum heimlisileysis. Áhersla okkar er einnig á að auka tengsl enn betur við velferðarþjónustu og auka þannig bataauð þeirra sem koma í meðferð. Efla tengsl við félagsþjónustu, starfsendurhæfingu og öldrunarþjónustu. Samþætta þannig þjónustu meðferðarsviðs og annarrar velferðarþjónustu sem varðar húsnæðismál, atvinnumál, og þjónustu vegna sértæks vanda sem afleiðingu af neyslu og er á höndum félagsþjónustu, almennrar heilsugæslu, Vinnumálastofnunar, Virk ofl. að leysa. Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir félagar í SÁÁ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun