„Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 12:00 Árni Snær leit ekki vel út eftir jöfnunarmark KR. Vísir/Diego Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, fékk vænan skurð þegar KR jafnaði metin í uppbótartíma er liðin mættust á Meistaravöllum í Bestu deild karla í fótbolta á miðvikudag. Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira