Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 19:50 Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur. Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur.
Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23
Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54