Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft Atli Arason skrifar 13. júní 2022 16:30 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty Images Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna. „Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
„Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira