Telja fullvíst að viðvörunin hafi verið villuskilaboð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2022 14:25 Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Í nótt var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu PLAY sem var að koma inn til lendingar. Kerfi vélarinnar sendi viðvörun um að vandamál væri með varaeldsneyti en forsvarsmenn telja fullvíst að um villu hafi verið að ræða. Til stóð að sama vél færi til Parísar í dag en fluginu hefur verið frestað til morguns því verið er að ganga úr skugga um að ekkert sé að vélinni. Þegar rauðu neyðarstigi er lýst yfir fara viðbragðsaðilar á hæsta viðbúnaðarstig. Kerfi flugvélarinnar sendi skilaboð um að vandamál væru með varaeldsneyti. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play segir að nú sé talið fullvíst að þetta hafi verið villumelding. „Á flugi frá Malaga í gærkvöldi koma villuskilaboð frá eldsneytiskerfi vélarinnar og í raun eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt og snýr að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þegar hún lendir en það var nóg eldsneyti þannig að eins og staðan er núna teljum við nánast fullvíst að þetta hafi verið villuskilaboð og að allt hafi verið í lagi. Við erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“ Nadine segir að þegar villuskilaboð koma upp þá sé neyðarstig liður í varúðarráðstöfunum. Flugfarþegar hafi ekki verið í neinni hættu á neinum tíma. Nadine sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig á meðal farþega. „Vélin lendir í rauninni bara eðlilega og allt er með felldu og þeir látnir vita að það sé bilun í kerfum og að það væri viðbúnaður á vellinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú málið og segir Nadine að Play muni veita allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Þurftu að aflýsa flugi til Gautaborgar vegna veikinda Flugi flugfélagsins til Gautaborgar var þá aflýst í morgun með skömmum fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Ekki tókst að manna áhöfn í tæka tíð. „Þetta er leiguvél sem við erum með á leigu til 1. júlí þar til við fáum okkar settu vél. Vélin er leigð með áhöfn og þeir gátu ekki uppfyllt það að vera með áhöfn vegna veikinda.“ Nú sé unnið hörðum höndum að því að koma farþegunum til Gautaborgar. „Einhverjir eru komnir á hótel og við erum að gera ráð fyrir að það verði flogið til Gautaborgar síðar í dag.“ Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Þegar rauðu neyðarstigi er lýst yfir fara viðbragðsaðilar á hæsta viðbúnaðarstig. Kerfi flugvélarinnar sendi skilaboð um að vandamál væru með varaeldsneyti. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play segir að nú sé talið fullvíst að þetta hafi verið villumelding. „Á flugi frá Malaga í gærkvöldi koma villuskilaboð frá eldsneytiskerfi vélarinnar og í raun eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt og snýr að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þegar hún lendir en það var nóg eldsneyti þannig að eins og staðan er núna teljum við nánast fullvíst að þetta hafi verið villuskilaboð og að allt hafi verið í lagi. Við erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“ Nadine segir að þegar villuskilaboð koma upp þá sé neyðarstig liður í varúðarráðstöfunum. Flugfarþegar hafi ekki verið í neinni hættu á neinum tíma. Nadine sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig á meðal farþega. „Vélin lendir í rauninni bara eðlilega og allt er með felldu og þeir látnir vita að það sé bilun í kerfum og að það væri viðbúnaður á vellinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú málið og segir Nadine að Play muni veita allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Þurftu að aflýsa flugi til Gautaborgar vegna veikinda Flugi flugfélagsins til Gautaborgar var þá aflýst í morgun með skömmum fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Ekki tókst að manna áhöfn í tæka tíð. „Þetta er leiguvél sem við erum með á leigu til 1. júlí þar til við fáum okkar settu vél. Vélin er leigð með áhöfn og þeir gátu ekki uppfyllt það að vera með áhöfn vegna veikinda.“ Nú sé unnið hörðum höndum að því að koma farþegunum til Gautaborgar. „Einhverjir eru komnir á hótel og við erum að gera ráð fyrir að það verði flogið til Gautaborgar síðar í dag.“
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30
Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16