Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2022 19:06 Halla Bergþóra vill fá að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi í svo flóknum málum sem þessum. vísir/vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. „Já, við höfum verið að tala um það að við gætum verið að miða okkar heimildir við það sem gerist annars staðar og það gæti hjálpað okkur mikið í þessum rannsóknum,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Því að þetta er mikil vinna við að vera að endurnýja úrskurði og fleira þannig að það gæti hjálpað.“ Og hvaða heimildir eru það sem þér finnst þið þurfa í málum sem þessum? „Það er kannski lenging á gæsluvarðhaldinu, það er bara 12 vikur, og svo jafnvel mætti skoða það að við þyrftum ekki að biðja um gæsluvarðhald alveg strax. Að við gætum haldið fólki sérstaklega ef við erum með svona flóknar rannsóknir,“ segir Halla Bergþóra. Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar en aðeins brot af því sem er í umferð Lögreglan boðaði til blaðamannafundar í dag til að fara yfir tvær rannsóknir sem hún hefur staðið að; annarri síðan árið 2020 en hinni í nokkra mánuði. Málin eru nátengd - í öðru þeirra var lagt hald á mesta magn fíkniefna í einu og sama málinu í sögu lögreglunnar. Í hinu var svo lagt hald á fimm kíló af amfetamíni til viðbótar, sem er talið koma frá hópnum í fyrri rannsókninni. Þar er einnig umfangsmikið peningaþvætti til rannsóknar. Lögreglan sagði á fundinum í dag að hóparnir stofnuðu löglegan rekstur til að þvætta peningana, oft í veitingabransanum eða í byggingariðnaðinum. 10 hafa verið handteknir vegna málanna tveggja, allt Íslendingar, og sitja þrír þeirra í gæsluvarðhaldi. Tengsl þessara mála og manna eru flókin og það er þetta flækjustig í skipulagðri glæpastarfsemi sem lögreglustjóranum finnst kalla á auknar heimildir lögreglu til að taka á þeim. Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Já, við höfum verið að tala um það að við gætum verið að miða okkar heimildir við það sem gerist annars staðar og það gæti hjálpað okkur mikið í þessum rannsóknum,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Því að þetta er mikil vinna við að vera að endurnýja úrskurði og fleira þannig að það gæti hjálpað.“ Og hvaða heimildir eru það sem þér finnst þið þurfa í málum sem þessum? „Það er kannski lenging á gæsluvarðhaldinu, það er bara 12 vikur, og svo jafnvel mætti skoða það að við þyrftum ekki að biðja um gæsluvarðhald alveg strax. Að við gætum haldið fólki sérstaklega ef við erum með svona flóknar rannsóknir,“ segir Halla Bergþóra. Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar en aðeins brot af því sem er í umferð Lögreglan boðaði til blaðamannafundar í dag til að fara yfir tvær rannsóknir sem hún hefur staðið að; annarri síðan árið 2020 en hinni í nokkra mánuði. Málin eru nátengd - í öðru þeirra var lagt hald á mesta magn fíkniefna í einu og sama málinu í sögu lögreglunnar. Í hinu var svo lagt hald á fimm kíló af amfetamíni til viðbótar, sem er talið koma frá hópnum í fyrri rannsókninni. Þar er einnig umfangsmikið peningaþvætti til rannsóknar. Lögreglan sagði á fundinum í dag að hóparnir stofnuðu löglegan rekstur til að þvætta peningana, oft í veitingabransanum eða í byggingariðnaðinum. 10 hafa verið handteknir vegna málanna tveggja, allt Íslendingar, og sitja þrír þeirra í gæsluvarðhaldi. Tengsl þessara mála og manna eru flókin og það er þetta flækjustig í skipulagðri glæpastarfsemi sem lögreglustjóranum finnst kalla á auknar heimildir lögreglu til að taka á þeim.
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira