Hafið og hringrásarhagkerfið Freyr Eyjólfsson skrifar 8. júní 2022 13:01 Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Sjá meira
Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Hringrásarhagkerfi sem miðast við að hámarka verðmætin og auðlindirnar, auka endurnotkun og endurvinnslu; að halda efnislegum vörum og verðmæti þeirra og innihaldi inni í hagkerfishringnum eins lengi og mögulegt er. Sem sagt: Að minnka úrgang og auka endurnotkun. Meira en átta milljón tonn af plasti berast í hafið hvert ár. Um 80% kemur frá starfsemi á landi og um 20% frá starfsemi á sjó. Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kom út á síðasta ári. Veiðibúnaður sem rekur um í hafinu veldur dauða fjölda sjávarfugla og spendýra. Með innleiðingu hringrásarhagkerfis er mögulegt að draga úr plastmengun í höfum. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar síðasta sumar á alþingi um flokkun og endurvinnslu. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Í þessum lögum er talað um að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og takmarka losun mengandi efna og afurða í höf og strandsvæði og þar segir m.a.: Framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra sem innihalda plast bera ábyrgð á þeim veiðarfærum sem innihalda plast sem framleidd eru hér á landi eða flutt eru inn. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna sérstaka söfnun veiðarfæra sem innihalda plast. Í ábyrgðinni felst að þeir skulu fjármagna meðhöndlun veiðarfæra sem innihalda plast eftir að þau verða að úrgangi. Fjármögnunin nær til sérstakrar söfnunar og annarrar meðhöndlunar. Hafa ber í huga að ábyrgðin nær ekki einungis til þeirra veiðarfæra sem rata í söfnunarkerfin heldur líka þeirra sem skilin eftir á víðavangi, í hafi eða öðrum stöðum. Ábyrgðin nær til allra veiðafæra og veiðarfærahluta sem innihalda plast hvort sem þau eru endurvinnanleg eða ekki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið á sig framleiðendaábyrgð vegna veiðarfæra og sinna móttöku á veiðarfæraúrgangi á Íslandi. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn plastnotkun er talað um að hreinsa strendur landsins. Það er því mikilvægt að þrýsta á þessa skyldu sjávarútvegsfyrirtækja og fylgja henni eftir. Það er mikilvægt fyrir alla sem huga að þessum málum, stundað plokk og staðið fyrir hreinsun strandlengjunnar að skilja þessa framleiðendaábyrgð. Þetta þýðir að framleiðendur og innflytjendur veiðarfæra er innihalda plast og framleiðendur og innflytjendur einnota vara úr plasti bera ábyrgð – en við berum auðvitað öll líka ábyrgð hvernig við notum plastið og hvernig við losum okkur við það. Það er mikið og mikilvægt starf framundan fyrir okkar kynslóð að hreinsa upp hafið og strandlengjur landsins af plasti. Framleiðendaábyrðin er lykilþáttur í þessu verkefni: Að þeir sem framleiða og selja plast, kosti söfnun, endurvinnslu og söfnun á því. Höfundur er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun