Heimskra manna ráð Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 7. júní 2022 09:01 Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Kjaramál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar