Á fimmta tug látnir eftir sprengingu í Bangladess Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:11 Eldarnir á gámasvæðinu geisa enn. Getty/Mohammad Shajahan/ Minnst 49 eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir mikla sprengingu og eldsvoða á gámasvæði í Bangladess. Talið er að fjöldi látinna muni aukast á næstu sólarhringum. Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku. Bangladess Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku.
Bangladess Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira