Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 21:09 Dagur mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum á morgun. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata hafa undanfarna tólf daga verið við meirihlutaviðræður og lítið viljað tjá sig um framgang þeirra, annað en það að vel gangi og einblínt hafi verið á málefnin fyrst um sinn. Fundarboðið sem barst flokksmönnum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrr í kvöld.Vísir Nú virðist niðurstaða komin í viðræðunum og málefnasamningur við það að verða tilbúinn, ef hann er það ekki þegar. Dagur B. Eggertsson mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum annað kvöld klukkan 20:30 á fundi í Sóltúni í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík hefur sömuleiðis boðað til fundar annað kvöld til að kynna meirihlutasáttmálann. „Tilefni fundarins er umræða og afgreiðsla um tillögu oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík um væntanlegt meirihlutasamstarf í Borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir í póstinum sem sendur var á flokksmenn fyrir tæpum klukkutíma síðan. „Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík fer yfir niðurstöðu viðræðna og kynnir málefnasamning sem lagður verður starfinu til grundvallar.“ Dagur sagði í viðtali við mbl.is fyrr í kvöld að stefnan sé sett á að tilkynna nýja borgarstjórn á þriðjudaginn. Vel hafi gengið að funda um helgina en fundir muni halda áfram fram á kvöld og á morgun. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag við vinnslu þessarar fréttar. Fréttin var uppfærð klukkan 22:10 með upplýsingum um að Viðreisn hafi sömuleiðis boðað til fundar. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Tengdar fréttir Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31 Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjá meira
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata hafa undanfarna tólf daga verið við meirihlutaviðræður og lítið viljað tjá sig um framgang þeirra, annað en það að vel gangi og einblínt hafi verið á málefnin fyrst um sinn. Fundarboðið sem barst flokksmönnum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrr í kvöld.Vísir Nú virðist niðurstaða komin í viðræðunum og málefnasamningur við það að verða tilbúinn, ef hann er það ekki þegar. Dagur B. Eggertsson mun kynna málefnasamninginn fyrir flokksmönnum sínum annað kvöld klukkan 20:30 á fundi í Sóltúni í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík hefur sömuleiðis boðað til fundar annað kvöld til að kynna meirihlutasáttmálann. „Tilefni fundarins er umræða og afgreiðsla um tillögu oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík um væntanlegt meirihlutasamstarf í Borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir í póstinum sem sendur var á flokksmenn fyrir tæpum klukkutíma síðan. „Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík fer yfir niðurstöðu viðræðna og kynnir málefnasamning sem lagður verður starfinu til grundvallar.“ Dagur sagði í viðtali við mbl.is fyrr í kvöld að stefnan sé sett á að tilkynna nýja borgarstjórn á þriðjudaginn. Vel hafi gengið að funda um helgina en fundir muni halda áfram fram á kvöld og á morgun. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag við vinnslu þessarar fréttar. Fréttin var uppfærð klukkan 22:10 með upplýsingum um að Viðreisn hafi sömuleiðis boðað til fundar.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Tengdar fréttir Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31 Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjá meira
Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4. júní 2022 21:31
Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50