Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 16:31 Valmöguleikum valkvíðinna foreldra fjölgar ört. Getty/KatarzynaBialasiewicz Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki. Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki.
Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34
Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10
Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51
Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent