Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium skrifar 3. júní 2022 10:00 Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér. En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil. Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar. Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér. En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil. Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar. Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar