Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2022 11:14 Bjarni sagði, eftir fyrirspurn Sigmundar Davíðs, að hann væri ekki í neinum vafa um að fjárlagaliðurinn í frumvarpi Lilju um endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda væri ófullnægjandi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. „Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30