Rannsóknarsýning á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. júní 2022 09:01 Sýningarstjórinn Zsóka Leposa til hægri og László Százados, aðstoðarsýningarstjóri, til vinstri. Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga opnar sýningu í dag klukkan 15:00 sem ber nafnið Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings, Zsóka Leposa, á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. László Százados er aðstoðarsýningarstjóri og starfar jafnframt við Listasafn Ungverjalands í Búdapest. Rauði þráður sýningarinnar er tengslamyndun milli austurs og norðurs. Í fréttatilkynningu segir að á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnu listamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi. Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, meðal annars fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við SÚM og listagalleríið að Suðurgötu 7. Þessi tvíhliða tilraun að auknum tengslum leiddi svo til fjörlegra samskipta og nokkurra sýninga ungverskra listamanna hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Listasafn Arnesinga (@laartmuseum_iceland) „Við munum varpa ljósi á vinnubrögð listamannanna við þessa tengslamyndun og sýningagerð á Íslandi, á tíma þar sem strangar hömlur voru til staðar á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Samvinna íslenskra og unverskra listamanna varð uppspretta spaugilegra viðburða sem vöktu fólk til umhugsunar á sama tíma og þeir báru á tíðum vott um sjálfshæðni. Sumarsýning Listasafns Árnesinga 2022 verður endurflutningur þessara viðburða ásamt nýrri verkum eftir sömu listamenn sem tóku þátt í þessu samstarfi á sínum tíma og blésu með því lífi í íslenska samtímalist á áttunda áratug síðustu aldar,“ segir í fréttatilkynningu frá safninu. Brot úr sýningarskránni.Listasafn Árnesinga Sýnd verða verk eftir fjölbreytta listamenn en þeir eru Eggert Pétursson, Endre Tot, Gábor Attalai, Géza Perneczky, Ingólfur Arnarsson, Kristján Guðmundsson, Kees Visser, Rúrí og Sigurður Guðmundsson. Bréfaskrif á milli Eggerts Péturssonar, Ingólfs Arnarssonar og Endres Tót.Listasafn Árnesinga „Við hlökkum til að deila með gestum okkar þessum hluta listasögunnar sem hefur mikið til gleymst en samt sem áður er mestur hluti af því sem við sýnum komið úr geymslum Nýlistasafnsins,“ segja forsvarsmenn safnsins. Sýningin stendur til 4. september næstkomandi. Myndlist Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rauði þráður sýningarinnar er tengslamyndun milli austurs og norðurs. Í fréttatilkynningu segir að á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnu listamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi. Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, meðal annars fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við SÚM og listagalleríið að Suðurgötu 7. Þessi tvíhliða tilraun að auknum tengslum leiddi svo til fjörlegra samskipta og nokkurra sýninga ungverskra listamanna hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Listasafn Arnesinga (@laartmuseum_iceland) „Við munum varpa ljósi á vinnubrögð listamannanna við þessa tengslamyndun og sýningagerð á Íslandi, á tíma þar sem strangar hömlur voru til staðar á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Samvinna íslenskra og unverskra listamanna varð uppspretta spaugilegra viðburða sem vöktu fólk til umhugsunar á sama tíma og þeir báru á tíðum vott um sjálfshæðni. Sumarsýning Listasafns Árnesinga 2022 verður endurflutningur þessara viðburða ásamt nýrri verkum eftir sömu listamenn sem tóku þátt í þessu samstarfi á sínum tíma og blésu með því lífi í íslenska samtímalist á áttunda áratug síðustu aldar,“ segir í fréttatilkynningu frá safninu. Brot úr sýningarskránni.Listasafn Árnesinga Sýnd verða verk eftir fjölbreytta listamenn en þeir eru Eggert Pétursson, Endre Tot, Gábor Attalai, Géza Perneczky, Ingólfur Arnarsson, Kristján Guðmundsson, Kees Visser, Rúrí og Sigurður Guðmundsson. Bréfaskrif á milli Eggerts Péturssonar, Ingólfs Arnarssonar og Endres Tót.Listasafn Árnesinga „Við hlökkum til að deila með gestum okkar þessum hluta listasögunnar sem hefur mikið til gleymst en samt sem áður er mestur hluti af því sem við sýnum komið úr geymslum Nýlistasafnsins,“ segja forsvarsmenn safnsins. Sýningin stendur til 4. september næstkomandi.
Myndlist Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira