Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 22:30 Payton Gendron í dómsal í síðasta mánuði. AP/Matt Rourke Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. Gendron keyrði í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki og streymdi hann frá árásinni á netinu. Hann birti einnig skömmu áður langt skjal þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Sjá einnig: Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Ákærudómstóll hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gendron yrði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann stendur samtals frammi fyrir 25 ákærum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Auk ákæra fyrir morð og hryðjuverk hefur hann einnig verið ákærður fyrir hatursglæp, morðtilraunir og brot á vopnalögum. Hann gæti seinna meir verið ákærður aftur fyrir hatursglæp en þá af alríkisdómstólum. Verði Gendron fundinn sekur fyrir hryðjuverk gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Bað hvítan mann afsökunar en skaut aðra Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Meðal þeirra voru átta viðskiptavinir verslunarinnar þar sem hann framdi fjöldamorðið, öryggisvörður og djákni sem stundaði það að keyra fólk í búðir. Í versluninni rakst Gendron á minnst einn hvítan mann. Upptaka hans sýndi manninn kalla á hjálp þegar Gendron beindi byssunni að honum þar sem maðurinn faldi sig bakvið afgreiðsluborð. Gendron bað hann þó afsökunar og hljóp á brott til að finna önnur fórnarlömb. Nokkrum sekúndum áður hafði hann skotið nokkra þeldökka til bana. Gendron var vopnaður riffli af gerðinni AR-15, sem er hálfsjálvirkur og með magasín sem innihéldu mörg skot. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Gendron keyrði í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki og streymdi hann frá árásinni á netinu. Hann birti einnig skömmu áður langt skjal þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Sjá einnig: Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Ákærudómstóll hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gendron yrði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann stendur samtals frammi fyrir 25 ákærum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Auk ákæra fyrir morð og hryðjuverk hefur hann einnig verið ákærður fyrir hatursglæp, morðtilraunir og brot á vopnalögum. Hann gæti seinna meir verið ákærður aftur fyrir hatursglæp en þá af alríkisdómstólum. Verði Gendron fundinn sekur fyrir hryðjuverk gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Bað hvítan mann afsökunar en skaut aðra Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Meðal þeirra voru átta viðskiptavinir verslunarinnar þar sem hann framdi fjöldamorðið, öryggisvörður og djákni sem stundaði það að keyra fólk í búðir. Í versluninni rakst Gendron á minnst einn hvítan mann. Upptaka hans sýndi manninn kalla á hjálp þegar Gendron beindi byssunni að honum þar sem maðurinn faldi sig bakvið afgreiðsluborð. Gendron bað hann þó afsökunar og hljóp á brott til að finna önnur fórnarlömb. Nokkrum sekúndum áður hafði hann skotið nokkra þeldökka til bana. Gendron var vopnaður riffli af gerðinni AR-15, sem er hálfsjálvirkur og með magasín sem innihéldu mörg skot.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50
„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent