„Þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:59 Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Vísir Tíu ára stúlka sem notast við hjólastól segir mikilvægt að fólk átti sig á þeim hindrunum sem fatlað fólk mæti í daglegu lífi. Bekkjarsystkini hennar taka nú þátt í verkefni sem miðar að því að opna augu fólks fyrir veruleika fatlaðra barna. Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“ Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“
Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira