SÁÁ er í góðum málum Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 31. maí 2022 12:31 Eftir töluverð umbrot hjá SÁÁ í byrjun þessa árs er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða áhrif þau hafi haft á starfsemi samtakanna og hvernig gangi að leysa úr málum sem upp komu. Formaður SÁÁ sagði skyndilega af sér í lok janúar og kaus aðalstjórn samtakanna mig sem formann í hans stað og Þráinn Farestveit sem varaformann. Stutt rof varð því í forystunni. Mikill samhugur er í stjórnum SÁÁ og hefur það skapað nauðsynlega ró og festu í starfseminni. Meðferðarstarf SÁÁ gengur sinn vanagang, félagsstarfið er einstaklega blómlegt og landsmenn taka vel í fjáraflanir samtakanna líkt og alltaf áður. Ágreiningur hefur verið milli Sjúkratrygginga og SÁÁ um fyrirkomulag meðferðarþjónustu samtakanna í heimsfaraldrinum. Sendu Sjúkratryggingar í lok síðasta árs tilkynningu um áætlaða endurkröfu vegna hluta af framlagi ríkisins, á þeim forsendum að framkvæmd þjónustunnar væri ekki í samræmi við ákvæði og gildandi gjaldskrá samninga. Var í því bréfi ekki tekið tillit til ábendinga SÁÁ um að Covid-19 hafði kallað á óhjákvæmilegar breytingar í þjónustunni til að ekki yrði rof á henni. Unnið er áfram að lausn í samtali og samvinnu við Sjúkratryggingar og enginn efi í mínum huga að við náum góðri lendingu. SÁÁ er í góðum málum hvað sem öllu öðru líður. Sá órói sem var í kringum formannskjör fyrir tveimur árum hefur fyrir löngu hjaðnað. Undanfari þess óróa hafði slæm áhrif á starfsfólk samtakanna og þar með á skjólstæðinga. Þetta er allt að baki og við einbeitum okkur að því meginmarkmiði SÁÁ að hjálpa fólki að takast á við fíknsjúkdóminn. SÁÁ fagna 45 ára afmæli síðar á þessu ári. Enn þann dag í dag er SÁÁ leiðandi í meðferð við fíknsjúkdómnum hér á landi og má þakka það öflugum frumherjum, sífelldu þróunarstarfi, fagmennsku, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, tiltrú stjórnvalda og stuðningi landsmanna. Þessi grunnur sem var lagður með kröftugu grasrótarstarfi varð undirstaðan að því að fíknsjúkdómur fékk viðurkenningu sem viðfangsefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Öflugt meðferðarstarf SÁÁ mun áfram vera ómissandi hlekkur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir töluverð umbrot hjá SÁÁ í byrjun þessa árs er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða áhrif þau hafi haft á starfsemi samtakanna og hvernig gangi að leysa úr málum sem upp komu. Formaður SÁÁ sagði skyndilega af sér í lok janúar og kaus aðalstjórn samtakanna mig sem formann í hans stað og Þráinn Farestveit sem varaformann. Stutt rof varð því í forystunni. Mikill samhugur er í stjórnum SÁÁ og hefur það skapað nauðsynlega ró og festu í starfseminni. Meðferðarstarf SÁÁ gengur sinn vanagang, félagsstarfið er einstaklega blómlegt og landsmenn taka vel í fjáraflanir samtakanna líkt og alltaf áður. Ágreiningur hefur verið milli Sjúkratrygginga og SÁÁ um fyrirkomulag meðferðarþjónustu samtakanna í heimsfaraldrinum. Sendu Sjúkratryggingar í lok síðasta árs tilkynningu um áætlaða endurkröfu vegna hluta af framlagi ríkisins, á þeim forsendum að framkvæmd þjónustunnar væri ekki í samræmi við ákvæði og gildandi gjaldskrá samninga. Var í því bréfi ekki tekið tillit til ábendinga SÁÁ um að Covid-19 hafði kallað á óhjákvæmilegar breytingar í þjónustunni til að ekki yrði rof á henni. Unnið er áfram að lausn í samtali og samvinnu við Sjúkratryggingar og enginn efi í mínum huga að við náum góðri lendingu. SÁÁ er í góðum málum hvað sem öllu öðru líður. Sá órói sem var í kringum formannskjör fyrir tveimur árum hefur fyrir löngu hjaðnað. Undanfari þess óróa hafði slæm áhrif á starfsfólk samtakanna og þar með á skjólstæðinga. Þetta er allt að baki og við einbeitum okkur að því meginmarkmiði SÁÁ að hjálpa fólki að takast á við fíknsjúkdóminn. SÁÁ fagna 45 ára afmæli síðar á þessu ári. Enn þann dag í dag er SÁÁ leiðandi í meðferð við fíknsjúkdómnum hér á landi og má þakka það öflugum frumherjum, sífelldu þróunarstarfi, fagmennsku, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, tiltrú stjórnvalda og stuðningi landsmanna. Þessi grunnur sem var lagður með kröftugu grasrótarstarfi varð undirstaðan að því að fíknsjúkdómur fékk viðurkenningu sem viðfangsefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Öflugt meðferðarstarf SÁÁ mun áfram vera ómissandi hlekkur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar