Patrik Sigurður ásakaður um svindl í Noregi: Gerir markið minna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:01 Patrik Sigurður Gunnarsson ver mark Viking í Noregi. Liðið situr sem stendur í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Twitter@vikingfotball Patrik Sigurður Gunnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands og aðalmarkvörður Viking í Noregi, hefur verið ásakaður um svindl með félagsliði sínu. Hann er talinn gera mark sitt vísvitandi minna er Viking leikur á heimavelli. Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira