Mikilvægt framlag fatlaðra barna á barnaþingi Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 30. maí 2022 17:00 Í síðustu viku afhentu sex börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, ráðherrum skýrslu barnaþings 2022. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður barnaþingsins sem haldið var í byrjun mars. Þar á meðal mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fatlaðra barna. Þetta er í annað sinn sem Barnaþing er haldið. Það er umboðsmaður barna sem annast utanumhald og framkvæmd þingsins og er markmiðið að skapa reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri, efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni er varða börn og ungmenni. Barnaþingi er ætlað að vera valdeflandi og jákvæð reynsla fyrir börnin. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt farsælt samstarf við umboðsmann barna um að tryggja þátttöku fatlaðra barna og þá um leið að rödd þeirra heyrist í þessu mikilvæga samráðsferli. Barnaþingmenn eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar eru auðvitað börn sem spegla margbreytileika barna á Íslandi. En til að tryggja með öruggum hætti þátttöku fatlaðra barna hafa Landssamtökin Þroskahjálp tilnefnt börn til þátttöku, óháð úrtakinu. Að þessu sinni tóku þátt fimm barnaþingmenn sem tilefndir voru af Þroskahjálp. Bæði í samráðshópi sem hafði það verkefni að koma með hugmyndir um aðgengismál, framkvæmd og vellíðan barna sem tóku þátt og á þinginu sjálfu. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að vera börnunum innan handar og vera skipuleggjendum ráðgefandi um framkvæmdina. Landssamtökin Þroskahjálp leggja sérstaklega áherslu á að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og tækifæri þeirra til virkrar þátttöku til jafns við önnur börn og án aðgreiningar. Markmið samtakanna í þessu verkefni er að þau fötluðu börn sem taka þátt fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, að þau séu fullgildir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Var í því sambandi sérstaklega horft til 23. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um stöðu fatlaðra barna, en einnig til 7. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir: 1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn. 3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika. Á þinginu í mars völdu þátttakendur þrjú þemu sem fjallað var ítarlega um: mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftslagsmál. Mikilvægi þess að styðja fötluð börn sérstaklega til þátttöku sýndi sig í því að þingmenn lögðu mikla áherslu á réttindi fatlaðra barna og mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi fatlana, upprætingu fordóma, aðgengismál og mikilvægi þessi að allir fái stuðning til þess að taka þátt og njóta sín á eigin forsendum. Landssamtökin Þroskahjálp senda barnaþingmönnum og umboðsmanni barna sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og mikilvægt samstarf. Unnur Helga Óttarsdóttir er formaður Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku afhentu sex börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, ráðherrum skýrslu barnaþings 2022. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður barnaþingsins sem haldið var í byrjun mars. Þar á meðal mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fatlaðra barna. Þetta er í annað sinn sem Barnaþing er haldið. Það er umboðsmaður barna sem annast utanumhald og framkvæmd þingsins og er markmiðið að skapa reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri, efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni er varða börn og ungmenni. Barnaþingi er ætlað að vera valdeflandi og jákvæð reynsla fyrir börnin. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt farsælt samstarf við umboðsmann barna um að tryggja þátttöku fatlaðra barna og þá um leið að rödd þeirra heyrist í þessu mikilvæga samráðsferli. Barnaþingmenn eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar eru auðvitað börn sem spegla margbreytileika barna á Íslandi. En til að tryggja með öruggum hætti þátttöku fatlaðra barna hafa Landssamtökin Þroskahjálp tilnefnt börn til þátttöku, óháð úrtakinu. Að þessu sinni tóku þátt fimm barnaþingmenn sem tilefndir voru af Þroskahjálp. Bæði í samráðshópi sem hafði það verkefni að koma með hugmyndir um aðgengismál, framkvæmd og vellíðan barna sem tóku þátt og á þinginu sjálfu. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að vera börnunum innan handar og vera skipuleggjendum ráðgefandi um framkvæmdina. Landssamtökin Þroskahjálp leggja sérstaklega áherslu á að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og tækifæri þeirra til virkrar þátttöku til jafns við önnur börn og án aðgreiningar. Markmið samtakanna í þessu verkefni er að þau fötluðu börn sem taka þátt fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, að þau séu fullgildir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Var í því sambandi sérstaklega horft til 23. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um stöðu fatlaðra barna, en einnig til 7. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir: 1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn. 3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika. Á þinginu í mars völdu þátttakendur þrjú þemu sem fjallað var ítarlega um: mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftslagsmál. Mikilvægi þess að styðja fötluð börn sérstaklega til þátttöku sýndi sig í því að þingmenn lögðu mikla áherslu á réttindi fatlaðra barna og mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi fatlana, upprætingu fordóma, aðgengismál og mikilvægi þessi að allir fái stuðning til þess að taka þátt og njóta sín á eigin forsendum. Landssamtökin Þroskahjálp senda barnaþingmönnum og umboðsmanni barna sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og mikilvægt samstarf. Unnur Helga Óttarsdóttir er formaður Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar