Mun stýra Running Tide á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 10:29 Kristinn Árni Lár Hróbjartsson. Aðsend Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. Frá þessu segir í tilkynningu en Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan á austurströnd Bandaríkjanna og hóf nýverið starfsemi á Íslandi fyrir milligöngu Transition Labs. „Kristinn Árni starfaði áður sem yfirmaður vörustjórnunar (SVP, Head of Product Management) hjá Sotheby‘s uppboðsfyrirtækinu í New York, þar sem hann leiddi miklar breytingar á skipulagi og tækninotkun þess í samræmi við stefnu nýrra eigenda, en félagið var keypt og afskráð úr bandarísku kauphöllinni NYSE árið 2019 af franska milljarðamæringnum Patrick Drahi. Þar áður var Kristinn Árni framkvæmdastjóri rekstrar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverki, ráðgjafi hjá Kolibri og forstöðumaður rekstrar hjá QuizUp. Kristinn Árni er stofnandi og ritstjóri nýsköpunarvefsins Northstack auk þess að vera formaður stjórnar sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Kristinn Árni er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Running Tide er framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar. Fyrirtækið hefur þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Markmiðið er að bæta lífríki hafsins og skila ávinningnum beint til sjávarplássa og til að auka sjálfbærni vistkerfa jarðarinnar. Meðal viðskiptavina Running Tide eru alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Stripe og Shopify sem fjárfest hafa í kolefnisförgun með þessum nýju aðferðum,“ segir í tilkynningunni. Fer á fullt í sumar Ennfremur segir að áformað sé að starfsemi Running Tide hér á landi fari á fullt strax í sumar en hún feli í sér heilmikil umsvif í hafnarstarfsemi, framleiðslu og útgerð. „Á meðal fjárfesta að baki félaginu er Davíð Helgason, stofnandi Unity, en hann er einnig stofnandi Transition Labs ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Fleiri þekktir alþjóðlegir fjárfestar hafa veðjað á að tækni Running Tide muni skila árangri í baráttunni við loftslagsvandann, en þar má helst nefna einn fremsta vísisjóð heims á sviði loftslagsmála, Lowercarbon Capital, sem var stofnaður af Chris Sacca. Þá má nefna Scott Belsky stofnanda Behance og Caterinu Fake sem stofnaði Flickr, auk fjölda annarra,“ segir í tilkynningunni. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þrói ýmis kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins. Vistaskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan á austurströnd Bandaríkjanna og hóf nýverið starfsemi á Íslandi fyrir milligöngu Transition Labs. „Kristinn Árni starfaði áður sem yfirmaður vörustjórnunar (SVP, Head of Product Management) hjá Sotheby‘s uppboðsfyrirtækinu í New York, þar sem hann leiddi miklar breytingar á skipulagi og tækninotkun þess í samræmi við stefnu nýrra eigenda, en félagið var keypt og afskráð úr bandarísku kauphöllinni NYSE árið 2019 af franska milljarðamæringnum Patrick Drahi. Þar áður var Kristinn Árni framkvæmdastjóri rekstrar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverki, ráðgjafi hjá Kolibri og forstöðumaður rekstrar hjá QuizUp. Kristinn Árni er stofnandi og ritstjóri nýsköpunarvefsins Northstack auk þess að vera formaður stjórnar sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Kristinn Árni er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Running Tide er framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar. Fyrirtækið hefur þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Markmiðið er að bæta lífríki hafsins og skila ávinningnum beint til sjávarplássa og til að auka sjálfbærni vistkerfa jarðarinnar. Meðal viðskiptavina Running Tide eru alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Stripe og Shopify sem fjárfest hafa í kolefnisförgun með þessum nýju aðferðum,“ segir í tilkynningunni. Fer á fullt í sumar Ennfremur segir að áformað sé að starfsemi Running Tide hér á landi fari á fullt strax í sumar en hún feli í sér heilmikil umsvif í hafnarstarfsemi, framleiðslu og útgerð. „Á meðal fjárfesta að baki félaginu er Davíð Helgason, stofnandi Unity, en hann er einnig stofnandi Transition Labs ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Fleiri þekktir alþjóðlegir fjárfestar hafa veðjað á að tækni Running Tide muni skila árangri í baráttunni við loftslagsvandann, en þar má helst nefna einn fremsta vísisjóð heims á sviði loftslagsmála, Lowercarbon Capital, sem var stofnaður af Chris Sacca. Þá má nefna Scott Belsky stofnanda Behance og Caterinu Fake sem stofnaði Flickr, auk fjölda annarra,“ segir í tilkynningunni. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þrói ýmis kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins.
Vistaskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira