Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. maí 2022 15:31 Payton Gendron leiddur fyrir dómara eftir fjöldamorðin í Buffalo. Scott Olson/GettyImages Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum. Æ fleiri fjöldamorðingjar síðustu missera hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa til kenningarinnar „The Great Replacement“ sem á íslensku væri hægt að kalla „Hin stóru umskipti“. Þetta er lítið þekkt kenning sem þó hefur vaxið hratt fiskur um hrygg á síðustu árum. Hin stóru umskipti Fyrir áratug gaf franski rithöfundurinn Renaud Camus út bók með þessum titli, Hin stóru umskipti. Þar er því haldið fram að í gangi sé stórt samsæri runnið undan rifjum frjálslyndra og vinstri sinnaðra alþjóðasinna á Vesturlöndum sem miði að því að flytja inn stóra hópa múslima og fólks frá Afríku og með þeim hætti gera hvíta Evrópubúa og Bandaríkjamenn að minnihluta í eigin heimahögum. Camus, sem er 75 ára gamall, hefur verið hálfgerður minnipokamaður í sínu starfi sem rithöfundur. Þessi bók aflaði honum þó fylgis á meðal öfgahægrimanna og þjóðernissinna og nú er svo komið að þó nokkur fjöldi framámanna í bandaríska Repúblikanaflokknum heldur þessari kenningu á lofti. Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox heldur til að mynda þessari kenningu hátt á lofti. Og sem fyrr segir, þá réttlæta æ fleiri fjöldamorðingjar gjörðir sínar með því að vísa til þessarar kenningar. Þar má meðal annars nefna Payton Gendron sem um miðjan þennan mánuð drap 10 blökkumenn í stórmarkaði í Buffalo í Bandaríkjunum og Brenton Harrison, sem árið 2019 myrti 51 mann við mosku í Nýja Sjálandi. Segist vera friðarsinni Camus sjálfur segir í samtali við spænska dagblaðið El País að hann sé einlægur friðarsinni og innblásinn af boðskap Gandhis, hann hafi engan veginn verið að búa til eða setja fram kenningu í bókinni um umskiptin, heldur hreinlega verið að lýsa veruleikanum og staðreyndum. Hann segist ekki bera nokkra ábyrgð á verkum þessara fjöldamorðingja, veruleikinn í kringum þá sé þeirra innblástur. Fjöldamorðum hvítra kynþáttahatara hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum í Bandaríkjunum, svo mjög að Christopher Wray, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við yfirheyrslur í bandaríska þinginu í fyrrahaust að þau væru orðin helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna og að leyniþjónustan væri með um 2.000 mál undir smásjánni þar sem kynþáttahatarar ættu hlut að máli, tvisvar sinnum fleiri en fyrir 5 árum. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Frakkland Tengdar fréttir Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Æ fleiri fjöldamorðingjar síðustu missera hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa til kenningarinnar „The Great Replacement“ sem á íslensku væri hægt að kalla „Hin stóru umskipti“. Þetta er lítið þekkt kenning sem þó hefur vaxið hratt fiskur um hrygg á síðustu árum. Hin stóru umskipti Fyrir áratug gaf franski rithöfundurinn Renaud Camus út bók með þessum titli, Hin stóru umskipti. Þar er því haldið fram að í gangi sé stórt samsæri runnið undan rifjum frjálslyndra og vinstri sinnaðra alþjóðasinna á Vesturlöndum sem miði að því að flytja inn stóra hópa múslima og fólks frá Afríku og með þeim hætti gera hvíta Evrópubúa og Bandaríkjamenn að minnihluta í eigin heimahögum. Camus, sem er 75 ára gamall, hefur verið hálfgerður minnipokamaður í sínu starfi sem rithöfundur. Þessi bók aflaði honum þó fylgis á meðal öfgahægrimanna og þjóðernissinna og nú er svo komið að þó nokkur fjöldi framámanna í bandaríska Repúblikanaflokknum heldur þessari kenningu á lofti. Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox heldur til að mynda þessari kenningu hátt á lofti. Og sem fyrr segir, þá réttlæta æ fleiri fjöldamorðingjar gjörðir sínar með því að vísa til þessarar kenningar. Þar má meðal annars nefna Payton Gendron sem um miðjan þennan mánuð drap 10 blökkumenn í stórmarkaði í Buffalo í Bandaríkjunum og Brenton Harrison, sem árið 2019 myrti 51 mann við mosku í Nýja Sjálandi. Segist vera friðarsinni Camus sjálfur segir í samtali við spænska dagblaðið El País að hann sé einlægur friðarsinni og innblásinn af boðskap Gandhis, hann hafi engan veginn verið að búa til eða setja fram kenningu í bókinni um umskiptin, heldur hreinlega verið að lýsa veruleikanum og staðreyndum. Hann segist ekki bera nokkra ábyrgð á verkum þessara fjöldamorðingja, veruleikinn í kringum þá sé þeirra innblástur. Fjöldamorðum hvítra kynþáttahatara hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum í Bandaríkjunum, svo mjög að Christopher Wray, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við yfirheyrslur í bandaríska þinginu í fyrrahaust að þau væru orðin helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna og að leyniþjónustan væri með um 2.000 mál undir smásjánni þar sem kynþáttahatarar ættu hlut að máli, tvisvar sinnum fleiri en fyrir 5 árum.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Frakkland Tengdar fréttir Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46
Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31