Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 22:01 Sameinuðu þjóðirnar segja að hátt í 2,2 milljónir Úkraínumanna hafi farið aftur til Úkraínu. Þó Rússar einblíni nú á austurhluta Úkraínu er eyðileggingin víða, þar á meðal í Irpin við Kænugarð. AP/Natacha Pisarenko Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47
Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09