Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2022 20:30 Herborg Sigríður, sem segir dásamlegt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul. Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli, sem rís stakt við mynni Hraunsfjarðar. Á staðnum er myndarlegt fjárbú, sem þau Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir eiga og reka. Búið er mjög snyrtilegt að gaman að koma þar inn. Sauðburður er alveg að klárast og mikið af ánum komnar út á tún með lömbin sín. „Þetta er botnótt gimbur, þessi verður sett á í haust, hún bíður eftir því að komast út í góða veðrið. Það er uppáhalds liturinn minn og golsótt,“ segir Herborg Sigríður. Þrátt fyrir að sauðburður sé alltaf skemmtilegur tími þá segir Herborg hann mjög erfiðan og taka á. „Já, það er bara stanslaus viðvera hérna, svona 16 tíma á sólarhring, það er svona erfiðast, þreyttar fætur.“ Frjósemin hefur verið góð í fjárhúsinu, 1,9 lamb á kind, sem Herborg er mjög sátt við. Herborg Sigríður markar lömbin þegar þau eru tveggja daga gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag? „Það er bara gott, dásamlegt. Okkur leiddist ekkert í Covid og höfðum nóg að gera. Við vinnum bara svolítið með þessu. Þetta er svona hobbíið okkar þó að þær séu 420 í fjárhúsinu. Það þýðir engan barlóm, þá verður maður bara að fara að gera eitthvað annað,“ segir Herborg og brosir. Mikilvægur hlutur í sauðburði er að marka lömbin og skrá í framhaldinu upplýsingarnar um viðkomandi mark í tölvu. Þannig var það ekki í gamla daga. „Nei, þá var það bara vasahnífurinn, og þá mörkuðu ekki konur, var það, það var karlmannsverk,“ segir Herborg og hélt áfram að marka. Fjárhúsið á Bjarnarhöfn þar sem sauðburði er alveg að ljúka þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgafellssveit Landbúnaður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli, sem rís stakt við mynni Hraunsfjarðar. Á staðnum er myndarlegt fjárbú, sem þau Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir eiga og reka. Búið er mjög snyrtilegt að gaman að koma þar inn. Sauðburður er alveg að klárast og mikið af ánum komnar út á tún með lömbin sín. „Þetta er botnótt gimbur, þessi verður sett á í haust, hún bíður eftir því að komast út í góða veðrið. Það er uppáhalds liturinn minn og golsótt,“ segir Herborg Sigríður. Þrátt fyrir að sauðburður sé alltaf skemmtilegur tími þá segir Herborg hann mjög erfiðan og taka á. „Já, það er bara stanslaus viðvera hérna, svona 16 tíma á sólarhring, það er svona erfiðast, þreyttar fætur.“ Frjósemin hefur verið góð í fjárhúsinu, 1,9 lamb á kind, sem Herborg er mjög sátt við. Herborg Sigríður markar lömbin þegar þau eru tveggja daga gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag? „Það er bara gott, dásamlegt. Okkur leiddist ekkert í Covid og höfðum nóg að gera. Við vinnum bara svolítið með þessu. Þetta er svona hobbíið okkar þó að þær séu 420 í fjárhúsinu. Það þýðir engan barlóm, þá verður maður bara að fara að gera eitthvað annað,“ segir Herborg og brosir. Mikilvægur hlutur í sauðburði er að marka lömbin og skrá í framhaldinu upplýsingarnar um viðkomandi mark í tölvu. Þannig var það ekki í gamla daga. „Nei, þá var það bara vasahnífurinn, og þá mörkuðu ekki konur, var það, það var karlmannsverk,“ segir Herborg og hélt áfram að marka. Fjárhúsið á Bjarnarhöfn þar sem sauðburði er alveg að ljúka þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Helgafellssveit Landbúnaður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira