SÁÁ kært til Embættis landlæknis og héraðssaksóknara Ómar Már Jónsson skrifar 25. maí 2022 15:01 Það er alvarlegt mál að Sjúkratryggingar Íslands hefur eftir fjölda samtala og bréfaskriftir við stjórn og framkvæmdastjóra SÁÁ, gefist upp og kært samtökin bæði til Embættis landlæknis og héraðssaksóknara fyrir það að hafa farið gegn lögum, brotið gegn þeim greiðslusamningi sem í gildi er milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ. Endurkrafa Sjúkratrygginga á stjórn SÁÁ er hvorki meira né minna en 175 millj.kr. sem til er komið vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni SÁÁ. Ástæðuna fyrir kærunni má rekja til þess að þegar að Covid skall á og rekstarumhverfi samtakanna breyttust ákvað stjórn SÁÁ að endurskilgreina upp á sitt einsdæmi ákvæði í samninginum sér í hag án þess að eiga samtal um það áður við Sjúkratryggingar og óska eftir endurskoðun samnings vegna breyttra forsenda. Um er að ræða alvarleg stjórnendamistök og hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum SÁÁ vegna ásakanna sem hefur verið eftirfarandi. „Ari Matthíasson, starfsmaður Sjúkratrygginga hafi horn í síðu samtakanna og þess vegna hafi SÁÁ verið kærð”. „Þetta er allt byggt á misskilningi hjá Sjúkratryggingum Íslands”. „Stjórn SÁÁ harmar framgöngu Sjúkratrygginga Íslands gagnvart SÁÁ”. Mestu ábyrgðina á rekstri SÁÁ ber stjórn og formaður stjórnar samtakanna og við jafn alvarlegar ásakanir ber stjórn að taka fulla ábyrgð á framhaldinu. Það fyrsta er að viðurkenna alvarleg sjórnendamistök, ekki bara gagnvart Sjúkratryggingum heldur einnig gagnvart kjarnastarfsemi samtakanna, gagnvart skjólstæðingum SÁÁ. Í framhaldi ber samtökunum að leita allra leiða til að rétta af stefnuna og halda áfram því góða starfi sem samtökin eru þekkt fyrir. Það skiptir máli fyrir okkur öll. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt mál að Sjúkratryggingar Íslands hefur eftir fjölda samtala og bréfaskriftir við stjórn og framkvæmdastjóra SÁÁ, gefist upp og kært samtökin bæði til Embættis landlæknis og héraðssaksóknara fyrir það að hafa farið gegn lögum, brotið gegn þeim greiðslusamningi sem í gildi er milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ. Endurkrafa Sjúkratrygginga á stjórn SÁÁ er hvorki meira né minna en 175 millj.kr. sem til er komið vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni SÁÁ. Ástæðuna fyrir kærunni má rekja til þess að þegar að Covid skall á og rekstarumhverfi samtakanna breyttust ákvað stjórn SÁÁ að endurskilgreina upp á sitt einsdæmi ákvæði í samninginum sér í hag án þess að eiga samtal um það áður við Sjúkratryggingar og óska eftir endurskoðun samnings vegna breyttra forsenda. Um er að ræða alvarleg stjórnendamistök og hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum SÁÁ vegna ásakanna sem hefur verið eftirfarandi. „Ari Matthíasson, starfsmaður Sjúkratrygginga hafi horn í síðu samtakanna og þess vegna hafi SÁÁ verið kærð”. „Þetta er allt byggt á misskilningi hjá Sjúkratryggingum Íslands”. „Stjórn SÁÁ harmar framgöngu Sjúkratrygginga Íslands gagnvart SÁÁ”. Mestu ábyrgðina á rekstri SÁÁ ber stjórn og formaður stjórnar samtakanna og við jafn alvarlegar ásakanir ber stjórn að taka fulla ábyrgð á framhaldinu. Það fyrsta er að viðurkenna alvarleg sjórnendamistök, ekki bara gagnvart Sjúkratryggingum heldur einnig gagnvart kjarnastarfsemi samtakanna, gagnvart skjólstæðingum SÁÁ. Í framhaldi ber samtökunum að leita allra leiða til að rétta af stefnuna og halda áfram því góða starfi sem samtökin eru þekkt fyrir. Það skiptir máli fyrir okkur öll. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar