Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 11:30 Síðasti borgarráðsfundur fráfarandi borgarstjórnar fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Stöð 2/Sigurjón Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun. Kjörtímabil borgarstjórnar sem kosin var fyrir fjórum árum lýkur hinn 30. maí, eða á mánudag, og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir hinn 31. maí. Síðasti borgarstjórnarfundur fráfarandi stjórnar var í gær og í morgun kom borgarráð saman í síðasta sinn á þessu kjörtímabili. Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fundinn marka tímamót hjá honum. „Þetta er ákveðið frelsi. Það er náttúrlega mikill tími í þetta starf í borgarstjórn. Það eru bara góðar minningar sem þetta skilur eftir sig.“ Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir daginn í dag marka tímamót en á þriðjudag tekur Hildur Björsdóttir formlega við oddvitastöðu flokksins í borgarstjórn. Við hlið hennar situr Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem hættir eins og Eyþór og fjærst situr Vigdís Hauksdóttir fráfarandi oddviti Miðflokksins.Stöð 2/Sigurjón Eru einhver mál sem þið eruð að afgreiða í dag eða er þetta meira formsins vegna? „Það eru ekki stór mál. Vegna þess að það eru búnar kosningar og ný borgarstjórn er að taka við. Þannig að það væri ekki gott að afgreiða mjög stór mál,“ segir Eyþór. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar tekur undir þetta með Eyþóri. „Við höfum ekki miklar heimildir. Síðasti borgarstjórnarfundur var í gær. Í dag er einnig síðasti fundur skipulagsráðs. Þetta er meira svona afgreiðsla. Nú bíða öll stór mál eftir nýju borgarráði og nýrri borgarstjórn,“ segir Þórdís Lóa. Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta íborgarstjórn. Ef það tekst hefði sá meirihluti 13 fulltrúa af tuttugu og þremur. Þórdís Lóa segir stefnt að meirihlutaviðræðum í dag. Þórdís Lóa segir almennan frídag á morgun og þriggja daga námskeið nýrra borgarfulltrúa í næstu viku þó setja strik í reikninginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs voru í sólskinsskapi á síðasta borgarráðsfundi fráfarandi borgarstjórnar í Ráðhúsinu í morgun.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það er ýmislegt sem hefur áhrif. Auðvitað þurfum við að stilla þessu vel upp og átta okkur á því hvaða tíma við þurfum. Við flýtum okkur hægt og vöndum okkur,“ segir oddviti Viðreisnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar segir að nú setjist flokkarnir sameiginlega yfir hvernig þeir sjái meirihlutaviðræðurnar fyrir sér næstu daga. „Ég held að við verðum að nota tímann vel. Til þess að ná utan um verkefnið áður en þessar lykildagsetningar detta á okkur.“ Ertu bjartsýnn á að þetta takist og að það gerist fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á nýju kjörtímabili hinn 7. júní? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn á það. Mér finnst eðlilegt að miða við að vera komin með þetta þá.“ Og að þessar viðræður skili árangri? „Já,“ sagði Dagur B. Eggertsson rétt fyrir borgarráðsfund í morgun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11 Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Kjörtímabil borgarstjórnar sem kosin var fyrir fjórum árum lýkur hinn 30. maí, eða á mánudag, og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir hinn 31. maí. Síðasti borgarstjórnarfundur fráfarandi stjórnar var í gær og í morgun kom borgarráð saman í síðasta sinn á þessu kjörtímabili. Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fundinn marka tímamót hjá honum. „Þetta er ákveðið frelsi. Það er náttúrlega mikill tími í þetta starf í borgarstjórn. Það eru bara góðar minningar sem þetta skilur eftir sig.“ Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir daginn í dag marka tímamót en á þriðjudag tekur Hildur Björsdóttir formlega við oddvitastöðu flokksins í borgarstjórn. Við hlið hennar situr Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem hættir eins og Eyþór og fjærst situr Vigdís Hauksdóttir fráfarandi oddviti Miðflokksins.Stöð 2/Sigurjón Eru einhver mál sem þið eruð að afgreiða í dag eða er þetta meira formsins vegna? „Það eru ekki stór mál. Vegna þess að það eru búnar kosningar og ný borgarstjórn er að taka við. Þannig að það væri ekki gott að afgreiða mjög stór mál,“ segir Eyþór. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar tekur undir þetta með Eyþóri. „Við höfum ekki miklar heimildir. Síðasti borgarstjórnarfundur var í gær. Í dag er einnig síðasti fundur skipulagsráðs. Þetta er meira svona afgreiðsla. Nú bíða öll stór mál eftir nýju borgarráði og nýrri borgarstjórn,“ segir Þórdís Lóa. Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta íborgarstjórn. Ef það tekst hefði sá meirihluti 13 fulltrúa af tuttugu og þremur. Þórdís Lóa segir stefnt að meirihlutaviðræðum í dag. Þórdís Lóa segir almennan frídag á morgun og þriggja daga námskeið nýrra borgarfulltrúa í næstu viku þó setja strik í reikninginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs voru í sólskinsskapi á síðasta borgarráðsfundi fráfarandi borgarstjórnar í Ráðhúsinu í morgun.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það er ýmislegt sem hefur áhrif. Auðvitað þurfum við að stilla þessu vel upp og átta okkur á því hvaða tíma við þurfum. Við flýtum okkur hægt og vöndum okkur,“ segir oddviti Viðreisnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar segir að nú setjist flokkarnir sameiginlega yfir hvernig þeir sjái meirihlutaviðræðurnar fyrir sér næstu daga. „Ég held að við verðum að nota tímann vel. Til þess að ná utan um verkefnið áður en þessar lykildagsetningar detta á okkur.“ Ertu bjartsýnn á að þetta takist og að það gerist fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á nýju kjörtímabili hinn 7. júní? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn á það. Mér finnst eðlilegt að miða við að vera komin með þetta þá.“ Og að þessar viðræður skili árangri? „Já,“ sagði Dagur B. Eggertsson rétt fyrir borgarráðsfund í morgun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11 Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11
Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent