Trúleysingjar æfir yfir styrk ráðherra til Þjóðkirkjunnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 17:04 Matthías Ásgeirsson, til vinstri, er formaður Vantrúar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, til hægri, er félags- og vinnumálaráðherra. samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja. Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira