Trúleysingjar æfir yfir styrk ráðherra til Þjóðkirkjunnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 17:04 Matthías Ásgeirsson, til vinstri, er formaður Vantrúar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, til hægri, er félags- og vinnumálaráðherra. samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja. Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira