Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ Sindri Már Fannarsson skrifar 23. maí 2022 22:11 Arnar Páll (t.h.) stýrði KR í kvöld. Með honum er Jóhannes Karl Sigursteinsson en hann hætti hjá félaginu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira