Segir Hildi að líta í eigin barm Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 23. maí 2022 19:27 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Flokkurinn fundar nú um stöðuna í borginni og næstu skref. Vísir/Vilhelm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. Rætt var við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í borginni, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu áður en fundurinn hófst. Hann sagðist enga skoðun hafa á því að flokkarnir þrír hefðu myndað með sér bandalag. Slíkt bandalag fækkar til muna mögulegum meirihlutasamsetningum í borginni. „Þetta eru stjórnmálaflokkar sem taka sínar ákvarðanir og þeir hafa ákveðið að gera þetta, telja hagsmunum sínum best borgið með því að mynda þetta bandalag. Þá er það bara þannig. Við í Framsókn buðum okkur fram til þess að láta gott af okkur leiða og nú ætlum við hér á eftir að ræða hvernig okkar næstu skref verða. Ég bara hlakka til þess fundar,“ sagði Einar. Hildur verði að horfast í augu við stöðu síns flokks Fyrr í dag birti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hún skoraði á Framsókn að ganga ekki til viðræðna við bandalagið. Sagði hún niðurstöður borgarstjórnarkosninganna skýrar. Kjósendur vildu breytingar, enda hefði meirihlutinn fallið. Þá kallaði hún bandalag flokkanna þriggja þrjóskubandalag sem „þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur.“ Inntur eftir viðbrögðum við þessum orðum Hildar sagði Einar: „Já, já. Við tökum bara okkar ákvarðanir, á okkar forsendum og með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Ég skil vel að Hildur sé súr yfir þessu, af því að það eru flokkar sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún þarf kannski bara að horfast í augu við það og finna út úr því hvers vegna það er.“ Spurður hvort hann byggist við heitum orðaskiptum á fundi kvöldsins, þar sem staðan í borginni og næstu skref Framsóknar verða rædd, sagði Einar að í flokknum væru margar skoðanir, líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum. „Mér þykir bara mjög mikilvægt að ræða málin, eiga gott samtal við grasrótina á þessum tímapunkti og svo tökum við bara stöðuna eftir hann.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56 Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00 Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Rætt var við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í borginni, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu áður en fundurinn hófst. Hann sagðist enga skoðun hafa á því að flokkarnir þrír hefðu myndað með sér bandalag. Slíkt bandalag fækkar til muna mögulegum meirihlutasamsetningum í borginni. „Þetta eru stjórnmálaflokkar sem taka sínar ákvarðanir og þeir hafa ákveðið að gera þetta, telja hagsmunum sínum best borgið með því að mynda þetta bandalag. Þá er það bara þannig. Við í Framsókn buðum okkur fram til þess að láta gott af okkur leiða og nú ætlum við hér á eftir að ræða hvernig okkar næstu skref verða. Ég bara hlakka til þess fundar,“ sagði Einar. Hildur verði að horfast í augu við stöðu síns flokks Fyrr í dag birti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hún skoraði á Framsókn að ganga ekki til viðræðna við bandalagið. Sagði hún niðurstöður borgarstjórnarkosninganna skýrar. Kjósendur vildu breytingar, enda hefði meirihlutinn fallið. Þá kallaði hún bandalag flokkanna þriggja þrjóskubandalag sem „þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur.“ Inntur eftir viðbrögðum við þessum orðum Hildar sagði Einar: „Já, já. Við tökum bara okkar ákvarðanir, á okkar forsendum og með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Ég skil vel að Hildur sé súr yfir þessu, af því að það eru flokkar sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún þarf kannski bara að horfast í augu við það og finna út úr því hvers vegna það er.“ Spurður hvort hann byggist við heitum orðaskiptum á fundi kvöldsins, þar sem staðan í borginni og næstu skref Framsóknar verða rædd, sagði Einar að í flokknum væru margar skoðanir, líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum. „Mér þykir bara mjög mikilvægt að ræða málin, eiga gott samtal við grasrótina á þessum tímapunkti og svo tökum við bara stöðuna eftir hann.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56 Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00 Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56
Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00
Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55
Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52